Upprifjun: Hornspyrnur KR-inga voru banabiti Blika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2015 14:15 KR og Breiðablik mætast í stórleik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar en með sigri minnka Blikar forskot KR-inga á toppnum niður í eitt stig. Vinni KR-ingar hins vegar ná þeir fimm stiga forskoti á toppnum. Þessi sömu lið mættust í eftirminnilegum leik á KR-vellinum í 12. umferð 2011. Blikar voru ríkjandi Íslandsmeistarar á þeim tíma en þeir unnu titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins 2010. Titilvörn þeirra grænklæddu var þó ekki merkileg og þeir voru í 5. sæti þegar að leiknum við KR kom, níu stigum á eftir KR-ingum sem sátu ósigraðir í toppsætinu. Og KR-ingar sýndu mátt sinn og megin gegn Breiðabliki. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik en öll mörkin komu eftir hornspyrnur. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar, núverandi þjálfara KR, í kjölfar hornspyrnu. Á 27. mínútu kom Skúli Jón Friðgeirsson KR í 2-0 með skoti rétt fyrir utan markteig eftir hornspyrnu Bjarna og sendingu Baldurs Sigurðssonar. Óskar Örn Hauksson skoraði svo beint úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, missti boltann klaufalega inn fyrir línuna. Kjartan Henry Finnbogason tryggði svo KR endanlega sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu. Kjartan var markahæsti leikmaður KR þetta sumarið en hann skoraði 12 mörk í deildinni. KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 3-2 sigri á Fylki í næstsíðustu umferð en þeir urðu einnig bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik. Breiðablik bjargaði sér hins vegar frá falli með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni. Blikar enduðu tímabilið í 6. sæti, 20 stigum á eftir meisturum KR.Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 í kvöld. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en auk þess verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45 Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í stórleik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar en með sigri minnka Blikar forskot KR-inga á toppnum niður í eitt stig. Vinni KR-ingar hins vegar ná þeir fimm stiga forskoti á toppnum. Þessi sömu lið mættust í eftirminnilegum leik á KR-vellinum í 12. umferð 2011. Blikar voru ríkjandi Íslandsmeistarar á þeim tíma en þeir unnu titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins 2010. Titilvörn þeirra grænklæddu var þó ekki merkileg og þeir voru í 5. sæti þegar að leiknum við KR kom, níu stigum á eftir KR-ingum sem sátu ósigraðir í toppsætinu. Og KR-ingar sýndu mátt sinn og megin gegn Breiðabliki. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik en öll mörkin komu eftir hornspyrnur. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar, núverandi þjálfara KR, í kjölfar hornspyrnu. Á 27. mínútu kom Skúli Jón Friðgeirsson KR í 2-0 með skoti rétt fyrir utan markteig eftir hornspyrnu Bjarna og sendingu Baldurs Sigurðssonar. Óskar Örn Hauksson skoraði svo beint úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, missti boltann klaufalega inn fyrir línuna. Kjartan Henry Finnbogason tryggði svo KR endanlega sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu. Kjartan var markahæsti leikmaður KR þetta sumarið en hann skoraði 12 mörk í deildinni. KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 3-2 sigri á Fylki í næstsíðustu umferð en þeir urðu einnig bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik. Breiðablik bjargaði sér hins vegar frá falli með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni. Blikar enduðu tímabilið í 6. sæti, 20 stigum á eftir meisturum KR.Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 í kvöld. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en auk þess verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45 Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45
Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28
Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00