Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston heitinnar, er látin, 22 ára að aldri. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar en Bobbi hafði verið tengd við öndunarvél um nokkurt skeið, eftir að hafa fundist meðvitundarlaus í baðkari í janúar síðastliðnum.
Móðir hennar fannst árið 2012 látin í baðkari á hóteli í Los Angeles en talið er að hún hafi látist af of stórum skammti fíkniefna.
