Körfubolti

Stúlknaliðið Evrópumeistari í C-deild

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
U-16 lið Íslands.
U-16 lið Íslands. Mynd/KKÍ
Ísland varð í gær Evrópumeistari í C-deild U-16 ára kvenna í körfubolta en mótinu lauk í Andorra í gær.

Ísland vann alla leiki sína með nokkrum yfirburðum en stelpurnar mættu Möltu, Andorra, Wales og Armeníu. Liðið hélt andstæðingum sínum undir 40 stigum í öllum leikjum.

Stelpurnar mættu Armeníu í úrslitaleiknum í gær og eftir jafnræði framan af var staðan í hálfleik 33-24, Íslandi í vil. Stelpurnar gerðu endanlega út um leikinn í þriðja leikhluta með því að skora nítján stig í röð. Lokatölur voru 76-39, Íslandi í vil.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, KR, og Þóranna Kika Hodge-Carr, Keflavík, voru valdar í úrvalslið mótsins og Þóranna valinn besti leikmaður þess. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í B-deildinni að ári.

Lið Íslands var þannig skipað:

Andrea Einarsdóttir, Keflavík

Anna Soffía Lárusdóttir, Snæfell

Erna Freydís Traustadóttir, Njarðvík

Birta Rún Ármannsdóttir, Njarðvík

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, KR

Hera Sóley Sölvadóttir, Njarðvík

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, Njarðvík

Jónína Þórdís Karlsdóttir, Ármann

Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík

Ragnheiður Björk Einarsdóttir, Hrunamenn

Þóranna Kika Hodge-Carr, Keflavík

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Hrunamenn

Þjálfari: Margrét Sturlaugsdóttir

Aðstoðarþjálfari: Atli Geir Júlíusson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×