Sport

Bein útsending: Dagur þrjú á Heimsleikunum í CrossFit

Bjarki Ármannsson skrifar
Keppendur Íslands í einstaklingsflokki.
Keppendur Íslands í einstaklingsflokki.
Þriðji keppnisdagur Heimsleikanna í CrossFit er í dag. Keppni hefst núna klukkan 16.00 og stendur fram eftir kvöldi. Að sjálfsögðu má finna beina útsendingu frá keppninni hér inn á Vísi.

Við upphaf þriðja keppnisdags er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst í kvennaflokki á heimsleikunum og Katrín Tanja Davíðsdóttir í þriðja sæti. Annie Mist Þórisdóttir er í áttunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir í 32. Björgvin Karl Guðmundsson er sem stendur í fjórða sæti í karlaflokki.

Þá er íslenska liðið, CrossFit Reykjavík, í 33. sæti. Liðið hefur keppni klukkan 16.00 og keppir í þremur greinum; „Clean and jerk,“ „Chipper“ og Big Bob kappinu.

Einstaklingarnir keppa sömuleiðis í þremur greinum í dag, sprettbraut, knattspyrnu-„Chipper“ og jafnhendingu. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér að neðan.

Dagskrá:

16.00 – Clean and Jerk (Liðakeppni)

17.15 – Chipper (Liðakeppni)

19.10 - Big Bob kappið (Liðakeppni)

20.00 – Sprettbraut (Einstaklingskeppni kvenna)

20.30 – Sprettbraut (Einstaklingskeppni karla)

21.10 – Knattspyrnu-Chipper (Einstaklingskeppni kvenna)

22.00  - Knattspyrnu-Chipper (Einstaklingskeppni karla)

23.50  - Clean and Jerk (Einstaklingskeppni kvenna)

00.40 – Clean and Jerk (Einstaklingskeppni karla)

Bein útsending frá liðakeppni í Clean and jerk

Bein útsending frá sprettbrautinni


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×