Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Stjarnan 1-2 | Stjarnan í bikarúrslit annað árið í röð Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvelli skrifar 24. júlí 2015 22:45 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, og Aivi Luik, leikmaður Fylkis, í leiknum í kvöld. vísir/andri marinó Stjarnan fær tækifæri á að verja bikarmeistaratitilinn í ár en í kvöld komust Stjörnukonur í úrslit Borgunarbikarsins í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum. Fylkiskonur voru komnar í undanúrslit þriðja árið í röð en í sögu félagsins hefur kvennaliðið aldrei komist í bikarúrslitaleikinn. Það var ljóst að verkefnið væri strembið en þær tóku á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturunum í Stjörnunni. Leikurinn fór hægt af stað og skiptust liðin á hálffærum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Stjarnan fór að herða tökin á leiknum eftir því sem leið á leikinn og fengu tvö hættuleg færi með aðeins mínútu millibili um miðbik hálfleiksins. Ana Victoria Cate nýtti sér kæruleysi í varnarleik heimamanna og náði lúmsku skoti sem Eva Ýr Helgadóttir varði út í teig. Í staðin fyrir að hreinsa voru miðverðir Fylkis að dúttla með boltann inn í teig og vann Harpa Þorsteinsdóttir boltann og náði öðru skoti úr þröngu færi en aftur bjargaði Eva Ýr. Það var því örlítið gegn gangi leiksins þegar Fylkiskonur komust yfir stuttu fyrir hálfleik. Jasmín Erla Ingadóttir átti þá flotta rispu upp hægri kantinn og keyrði inn að markinu. Skot hennar fór beint af varnarmanni og fyrir fætur Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur sem lagði boltann í autt netið. Stjörnukonur virtust missa taktinn við þetta og var lítið í gangi þar til Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir Fylki. Stjarnan stjórnaði leiknum í seinni hálfleik og náði verðskuldað að jafna metin tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þá nýtti Franciella Manoel Alberto sér kæruleysi Söndru Sifjar Magnúsdóttir, skaust fram fyrir hana og stýrði fyrirgjöf Hörpu Þorsteinsdóttir í netið. Jöfnunarmarkið virtist vekja Fylkiskonur til lífsins en þær fóru að færa sig framar á völlinn og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði venjulegs leiktíma en hvorugu liði tókst að skora sigurmarkið. Þurfti því að grípa til framlengingar í Árbænum. Rúna Sif Stefánsdóttir kom gestunum yfir um miðbik fyrri hluta framlengingarinnar þegar hún stýrði fyrirgjöf Hörpu Þorsteinsdóttur í netið af stuttu færi. Fylkiskonur reyndu að færa sig framar á völlinn eftir markið en gekk illa að skapa sér færi en við það opnuðust glufur á varnarleik þeirra. Fengu leikmenn Stjörnunnar tækifæri til þess að klára leikinn en Eva Ýr bjargaði liðsfélögum sínum á ögurstundu. Þrátt fyrir ágætis tilraunir tókst Fylkiskonum ekki að ógna marki Stjörnunnar af ráði og lauk leiknum því með 2-1 sigri Stjörnunnar sem fær tækifæri á að verja bikarmeistaratitil sinn þann 29. ágúst næstkomandi. Óvíst er hver mótherji Stjörnunnar er í úrslitunum en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun þegar Selfoss tekur á móti Val. Ólafur: Besti leikur sumarsins„Við settum okkur markmið í upphafi tímabilsins og að komast í bikarúrslitin var eitt af þeim. Þetta var frábær skemmtun í fyrra og allir leikmenn vilja komast á Laugardalsvöllinn,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur eftir leikinn. „Það er frábær umgjörð í kringum þetta og að fá að leika á þessum leikvangi er það sem öll lið og leikmenn stefna að.“ Framlengingu þurfti til þess að útkljá leikinn í kvöld og voru leikmenn örmagna að leik loknum. „Þetta var frábær leikur, einn sá besti í sumar í kvennaboltanum að mínu mati. Bæði liðin sóttu og fengu færi og ég er mjög sáttur með liðið mitt að klára þetta. Þær fórnuðu öllu og þannig á þetta að vera í undanúrslitaleik, það gerir það sætara að labba út af vellinum með sæti í bikarúrslitunum í farteskinu.“ Stjarnan komst í þriðja sinn í bikarúrslit á síðustu fjórum árum og fjórða sinn á síðustu sex árum og er því hægt að segja að ákveðið gullaldartímabil sé í gangi hjá félaginu. „Það var lagt af stað með það að markmiði að berjast um alla titla fyrir sjö árum og það hefur gengið vel. Við höfum skilað töluverðu á undanförnum árum og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Ólafur. Jörundur: „Maður er auðvitað hundfúll, það er erfitt að tapa í framlengingu. Það er búið að leggja heilmikið í undirbúning og leikinn svo við erum fúl með lokatölurnar,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Fylkis, að leik loknum. „Það fór mikil orka í þennan leik, rétt eins og leikinn gegn þeim á mánudaginn þar sem við eyðum mikilli orku enda manni færri í sextíu mínútur. Stelpurnar voru eðlilega orðnar þreyttar undir lokin en þær héldu vel út og börðust allt fram að lokaflautinu.“ Jörundur var ánægður með spilamennsku liðsins en Stjarnan vann báða leiki liðanna í Pepsi-deildinni nokkuð sannfærandi. „Við vissum að við gætum gert mun betur. Mér finnst mikill stígandi í liðinu, þær eru að spila betur með hverjum leiknum og baráttan er til fyrirmyndar. Þetta var besti leikur liðsins í sumar gegn frábæru liði.“ Jörundur gaf lítið fyrir það að það væri komin einhver bölvun í Árbæinn en þetta er þriðja árið í röð sem Fylkiskonur tapa í undanúrslitum bikarsins. „Það held ég ekki, þetta dettur ekki alltaf með manni. Við verðum bara að taka þessu og óska Stjörnunni til hamingju. Það er komin sigurhefð í leikmannahópinn þeirra sem gerir ansi margt í leikjum eins og þessum,“ sagði Jörundur að lokum. „Þetta venst vissulega vel þótt við höfum þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu hérna í dag,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, aðspurð hvernig tilfinningin væri að vera komin í enn einn bikarúrslitaleikinn. „Við erum búnar að fara erfiða leið í úrslitin. Sextán liða, átta liða og undanúrslitin voru allt mjög erfiðir leikir og við eigum sætið í úrslitunum fyllilega skilið.“ Ásgerður var hrifin af baráttugleðinni í liði Fylkis í leiknum en hvorugt liðið gaf tommu eftir á því sviði. „Þær höfðu betur í baráttunni fannst mér heilt yfir í leiknum þar til seinasta hálftímann þegar við fórum að pressa meira á þær. Þær voru fastar fyrir og við gáfum örlítið eftir í byrjun en þetta hafðist að lokum. Við höfum unnið báða deildarleikina örugglega en þær áttu fullt í leiknum í dag,“ sagði Ásgerður.vísir/andri marinó Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan fær tækifæri á að verja bikarmeistaratitilinn í ár en í kvöld komust Stjörnukonur í úrslit Borgunarbikarsins í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum. Fylkiskonur voru komnar í undanúrslit þriðja árið í röð en í sögu félagsins hefur kvennaliðið aldrei komist í bikarúrslitaleikinn. Það var ljóst að verkefnið væri strembið en þær tóku á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturunum í Stjörnunni. Leikurinn fór hægt af stað og skiptust liðin á hálffærum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Stjarnan fór að herða tökin á leiknum eftir því sem leið á leikinn og fengu tvö hættuleg færi með aðeins mínútu millibili um miðbik hálfleiksins. Ana Victoria Cate nýtti sér kæruleysi í varnarleik heimamanna og náði lúmsku skoti sem Eva Ýr Helgadóttir varði út í teig. Í staðin fyrir að hreinsa voru miðverðir Fylkis að dúttla með boltann inn í teig og vann Harpa Þorsteinsdóttir boltann og náði öðru skoti úr þröngu færi en aftur bjargaði Eva Ýr. Það var því örlítið gegn gangi leiksins þegar Fylkiskonur komust yfir stuttu fyrir hálfleik. Jasmín Erla Ingadóttir átti þá flotta rispu upp hægri kantinn og keyrði inn að markinu. Skot hennar fór beint af varnarmanni og fyrir fætur Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur sem lagði boltann í autt netið. Stjörnukonur virtust missa taktinn við þetta og var lítið í gangi þar til Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir Fylki. Stjarnan stjórnaði leiknum í seinni hálfleik og náði verðskuldað að jafna metin tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þá nýtti Franciella Manoel Alberto sér kæruleysi Söndru Sifjar Magnúsdóttir, skaust fram fyrir hana og stýrði fyrirgjöf Hörpu Þorsteinsdóttir í netið. Jöfnunarmarkið virtist vekja Fylkiskonur til lífsins en þær fóru að færa sig framar á völlinn og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði venjulegs leiktíma en hvorugu liði tókst að skora sigurmarkið. Þurfti því að grípa til framlengingar í Árbænum. Rúna Sif Stefánsdóttir kom gestunum yfir um miðbik fyrri hluta framlengingarinnar þegar hún stýrði fyrirgjöf Hörpu Þorsteinsdóttur í netið af stuttu færi. Fylkiskonur reyndu að færa sig framar á völlinn eftir markið en gekk illa að skapa sér færi en við það opnuðust glufur á varnarleik þeirra. Fengu leikmenn Stjörnunnar tækifæri til þess að klára leikinn en Eva Ýr bjargaði liðsfélögum sínum á ögurstundu. Þrátt fyrir ágætis tilraunir tókst Fylkiskonum ekki að ógna marki Stjörnunnar af ráði og lauk leiknum því með 2-1 sigri Stjörnunnar sem fær tækifæri á að verja bikarmeistaratitil sinn þann 29. ágúst næstkomandi. Óvíst er hver mótherji Stjörnunnar er í úrslitunum en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun þegar Selfoss tekur á móti Val. Ólafur: Besti leikur sumarsins„Við settum okkur markmið í upphafi tímabilsins og að komast í bikarúrslitin var eitt af þeim. Þetta var frábær skemmtun í fyrra og allir leikmenn vilja komast á Laugardalsvöllinn,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur eftir leikinn. „Það er frábær umgjörð í kringum þetta og að fá að leika á þessum leikvangi er það sem öll lið og leikmenn stefna að.“ Framlengingu þurfti til þess að útkljá leikinn í kvöld og voru leikmenn örmagna að leik loknum. „Þetta var frábær leikur, einn sá besti í sumar í kvennaboltanum að mínu mati. Bæði liðin sóttu og fengu færi og ég er mjög sáttur með liðið mitt að klára þetta. Þær fórnuðu öllu og þannig á þetta að vera í undanúrslitaleik, það gerir það sætara að labba út af vellinum með sæti í bikarúrslitunum í farteskinu.“ Stjarnan komst í þriðja sinn í bikarúrslit á síðustu fjórum árum og fjórða sinn á síðustu sex árum og er því hægt að segja að ákveðið gullaldartímabil sé í gangi hjá félaginu. „Það var lagt af stað með það að markmiði að berjast um alla titla fyrir sjö árum og það hefur gengið vel. Við höfum skilað töluverðu á undanförnum árum og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Ólafur. Jörundur: „Maður er auðvitað hundfúll, það er erfitt að tapa í framlengingu. Það er búið að leggja heilmikið í undirbúning og leikinn svo við erum fúl með lokatölurnar,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Fylkis, að leik loknum. „Það fór mikil orka í þennan leik, rétt eins og leikinn gegn þeim á mánudaginn þar sem við eyðum mikilli orku enda manni færri í sextíu mínútur. Stelpurnar voru eðlilega orðnar þreyttar undir lokin en þær héldu vel út og börðust allt fram að lokaflautinu.“ Jörundur var ánægður með spilamennsku liðsins en Stjarnan vann báða leiki liðanna í Pepsi-deildinni nokkuð sannfærandi. „Við vissum að við gætum gert mun betur. Mér finnst mikill stígandi í liðinu, þær eru að spila betur með hverjum leiknum og baráttan er til fyrirmyndar. Þetta var besti leikur liðsins í sumar gegn frábæru liði.“ Jörundur gaf lítið fyrir það að það væri komin einhver bölvun í Árbæinn en þetta er þriðja árið í röð sem Fylkiskonur tapa í undanúrslitum bikarsins. „Það held ég ekki, þetta dettur ekki alltaf með manni. Við verðum bara að taka þessu og óska Stjörnunni til hamingju. Það er komin sigurhefð í leikmannahópinn þeirra sem gerir ansi margt í leikjum eins og þessum,“ sagði Jörundur að lokum. „Þetta venst vissulega vel þótt við höfum þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu hérna í dag,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, aðspurð hvernig tilfinningin væri að vera komin í enn einn bikarúrslitaleikinn. „Við erum búnar að fara erfiða leið í úrslitin. Sextán liða, átta liða og undanúrslitin voru allt mjög erfiðir leikir og við eigum sætið í úrslitunum fyllilega skilið.“ Ásgerður var hrifin af baráttugleðinni í liði Fylkis í leiknum en hvorugt liðið gaf tommu eftir á því sviði. „Þær höfðu betur í baráttunni fannst mér heilt yfir í leiknum þar til seinasta hálftímann þegar við fórum að pressa meira á þær. Þær voru fastar fyrir og við gáfum örlítið eftir í byrjun en þetta hafðist að lokum. Við höfum unnið báða deildarleikina örugglega en þær áttu fullt í leiknum í dag,“ sagði Ásgerður.vísir/andri marinó
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira