Lífið

Tindervaktin vinsæl á Twitter: „Han hatar hundar en elskar Khizar“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Melkorka Sjöfn er dugleg á Tinder og Twitter úti í Danmörku.
Melkorka Sjöfn er dugleg á Tinder og Twitter úti í Danmörku. Vísir/Melkorka
„Það er gaman að sjá að fólk er að hlæja eins og ég,“ segir Melkorka Sjöfn Magnúsdóttir sem byrjaði með svokallaða Tindervakt í gær. Tindervakt Melkorku snýst um að taka nöfn hinna ýmsu manna sem hún sér í smáforritinu Twitter og semja orðaleiki í kringum nafnið. Tindervaktin hóf göngu sína í gærkvöldi en fjölmargir brandarar hafa birst síðan Melkorka henti þeim fyrsta í loftið.

„Ég er að fíla það að það sé ekki bara mér sem finnst þetta fyndið. Gaman að sjá að það er fólk inn á Twitter sem er jafn skrýtið og ég,“ segir Melkorka en tíst hennar hafa fengið góðar viðtökur. „Ég er alveg í sjálf í sjokki, mér fannst þetta sjálfri mjög fyndið en bjóst ekki við því að fá svona viðbrögð. Ég hélt kannski að vinkonur mínar myndu fatta grínið en þetta er bara ótrúlega skemmtilegt.“

Melkorka  býr í Danmörku og vonar að fréttir af Tindervaktinni ferðist ekki þangað. „Ég vil ekki að hann Walid verði alveg brjálaður út í mig.“

En hvað verður um vaktina? Heldur grínið áfram?

„Tindervaktin hættir aldrei, maður er alltaf á vakt.“ Melkorka er mikill aðdáandi Twitter og segir það hafa verið gaman að finna fólk með sama húmor og hún. „Það verður að vera smá grín inn á milli, umræðan hefur verið alvarleg upp á síðkastið,“ segir Melkorka. „En ég er samt ekkert grínistinn heldur foreldrar fólksins sem er með þessi nöfn.“

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.