Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 09:57 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans. vísir/andri marinó Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. Hann segist dást að styrk hennar en því miður virðist réttarkerfið hannað til þess að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis. Kærasta hans hafi kært nauðgarann, þvert á ráð lögmanns hennar, en engin ákæra var gefin út vegna málsins. Atli segist svo vorkenna manninum jafn mikið og hann dáist að styrk kærustunnar sinnar. Hann vill þó ekki að fólk rugli því saman við samúð því hana fær maðurinn ekki. „Það getur ekki verið auðvelt að vera svona hræðileg manneskja. Hann er nefnilega ekki skrímsli heldur maður sem fer út í búð og skoðar fréttir á netinu eins og við hin. Á hverjum morgni neyðist hann hins vegar til að horfast í augu við sína eigin sorglegu spegilmynd. Verði honum að því og megi hann éta skít. Ég átta mig á þversögninni sem felst í því að svara ofbeldi með meira ofbeldi. Ég er hins vegar ekki vandaðri maður en svo, eða kannski svo kjánalega ástfanginn, að ég get ekki lofað að fara að ráðum lögmanna og láta kyrrt liggja ef ég rekst á hann á förnum vegi. Ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa þetta, þá vil ég hvetja hann til að fara niður á lögreglustöð við Hverfisgötu og kæra þetta sem hótun. Þá myndi réttarkerfið sem verndaði hann svo samviskulega sjá til þess að allir fengju að vita hvaða mann hann hefur að geyma.“ Druslugangan verður gengin í fimmta sinn næstkomandi laugardag. Gangan hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju og þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem verða ræðuhöld og tónleikar í tilefni dagsins. Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. Hann segist dást að styrk hennar en því miður virðist réttarkerfið hannað til þess að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis. Kærasta hans hafi kært nauðgarann, þvert á ráð lögmanns hennar, en engin ákæra var gefin út vegna málsins. Atli segist svo vorkenna manninum jafn mikið og hann dáist að styrk kærustunnar sinnar. Hann vill þó ekki að fólk rugli því saman við samúð því hana fær maðurinn ekki. „Það getur ekki verið auðvelt að vera svona hræðileg manneskja. Hann er nefnilega ekki skrímsli heldur maður sem fer út í búð og skoðar fréttir á netinu eins og við hin. Á hverjum morgni neyðist hann hins vegar til að horfast í augu við sína eigin sorglegu spegilmynd. Verði honum að því og megi hann éta skít. Ég átta mig á þversögninni sem felst í því að svara ofbeldi með meira ofbeldi. Ég er hins vegar ekki vandaðri maður en svo, eða kannski svo kjánalega ástfanginn, að ég get ekki lofað að fara að ráðum lögmanna og láta kyrrt liggja ef ég rekst á hann á förnum vegi. Ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa þetta, þá vil ég hvetja hann til að fara niður á lögreglustöð við Hverfisgötu og kæra þetta sem hótun. Þá myndi réttarkerfið sem verndaði hann svo samviskulega sjá til þess að allir fengju að vita hvaða mann hann hefur að geyma.“ Druslugangan verður gengin í fimmta sinn næstkomandi laugardag. Gangan hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju og þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem verða ræðuhöld og tónleikar í tilefni dagsins.
Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27
„Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21
Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30
Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“