Nýr Hyundai iX35 Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 12:46 Hyundai iX35. er orðinn ansi laglegur bíll. Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent