Guardian telur mynd Baltasars líklega til að fá Óskarstilnefningar Bjarki Ármannsson skrifar 21. júlí 2015 21:36 Everest, væntanleg kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er meðal þeirra fjörutíu kvikmynda sem breska blaðið The Guardian telur líklegar til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Myndin er byggð á metsölubókinni Into Thin Air eftir fjallgöngumanninn Jon Krakauer og fjallar um skelfilegt slys sem átti sér stað á Everestfjalli árið 1996 þegar átta manns fórust. Everest var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og í grein Guardian er bent á það að síðustu tvær opnunarmyndir þeirrar hátíðar, Gravity og Birdman, uppskáru ríkulega á verðlaunahátíðum í kjölfarið. Segir jafnframt í greininni að Everest myndi líklegast hljóta tilnefningar í flokkunum besta kvikmyndin, besta leikstjórn eða fyrir besta leik í aukahlutverki. Eins og fram hefur komið er leikhópurinn í myndinni ekki af verri endanum, en Josh Brolin, Keira Knightley og Jake Gyllenhaal eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í henni. Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar Áður höfðu myndirnar Gravity og Birdman opnað hátíðina. 8. júlí 2015 12:57 Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31 Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Everest, væntanleg kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er meðal þeirra fjörutíu kvikmynda sem breska blaðið The Guardian telur líklegar til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Myndin er byggð á metsölubókinni Into Thin Air eftir fjallgöngumanninn Jon Krakauer og fjallar um skelfilegt slys sem átti sér stað á Everestfjalli árið 1996 þegar átta manns fórust. Everest var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og í grein Guardian er bent á það að síðustu tvær opnunarmyndir þeirrar hátíðar, Gravity og Birdman, uppskáru ríkulega á verðlaunahátíðum í kjölfarið. Segir jafnframt í greininni að Everest myndi líklegast hljóta tilnefningar í flokkunum besta kvikmyndin, besta leikstjórn eða fyrir besta leik í aukahlutverki. Eins og fram hefur komið er leikhópurinn í myndinni ekki af verri endanum, en Josh Brolin, Keira Knightley og Jake Gyllenhaal eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í henni.
Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar Áður höfðu myndirnar Gravity og Birdman opnað hátíðina. 8. júlí 2015 12:57 Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31 Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00
Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar Áður höfðu myndirnar Gravity og Birdman opnað hátíðina. 8. júlí 2015 12:57
Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31
Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein