Crystals eftir OMAM í aðalhlutverki í stiklu fyrir nýjustu mynd Pixar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. júlí 2015 20:42 Lítið er um samræður í stiklunni og því fær lag sveitarinnar að njóta sín vel. Vísir/Úr stiklu myndarinnar „The Good Dinosaur“ Lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men hljómar í stiklu fyrir myndina „The Good Dinosaur“ eða „Góða risaeðlan.“ Myndin er frá hinu vinsæla kvikmyndagerðafyrirtæki Disney Pixar sem hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Cars, WALL-E og Brave. Stikluna má sjá hér að neðan. Stiklan kom út í dag en myndarinnar er að vænta í kvikmyndahús í lok nóvember. „The Good Dinosaur“ er önnur mynd Pixar á árinu en myndin „Inside out“ kom út nú í sumar. Sú mynd hefur fengið afar góðar viðtökur og er til að mynda talin 98 prósent fersk á vefsíðunni Rotten tomatoes sem tekur saman kvikmyndagagnrýni víðsvegar af internetinu.Myndband Of Monsters and Men við lagið Crystals er komið með yfir eina og hálfa milljón áhorfa á YouTube.Vísir/Úr myndbandinu við CrystalsAfar sjaldgæft er að Pixar gefi út myndir með svo stuttu millibili en vaninn er að aðeins ein mynd komi frá kvikmyndaverinu á ári. Hins vegar gekk erfiðlega að klára „The Good Dinosaur“ og í miðju kafi þurfti að skipta um leikstjóra en Peter Sohn tók við af Bob Peterson. Stiklan er að mestu leyti laus við samræður og minnir því á kvikmyndina WALL-E þar sem lítið var um tal fyrri hluta myndar. Myndin fjallar um risaeðluna Arlo og ungan dreng að nafni Spot. Þeir ferðast yfir fallegt landslag eins og sjá má í stiklunni hér að neðan. Tónlist hinnar íslensku hljómsveitar fær því að njóta sín í stiklunni en stjarna Of Monsters and Men skín sífellt skærar vestanhafs. Óhætt er að álykta að tækifæri sem þetta komi til með að vekja ennfrekari athygli á hljómsveitinni enda er um stórt kvikmyndafyrirtæki að ræða sem hefur á undanförnum árum verið duglegt við að koma myndum sínum á framfæri. Lagið mun því hljóma í bíóhúsum um heim allan innan skamms. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men hljómar í stiklu fyrir myndina „The Good Dinosaur“ eða „Góða risaeðlan.“ Myndin er frá hinu vinsæla kvikmyndagerðafyrirtæki Disney Pixar sem hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Cars, WALL-E og Brave. Stikluna má sjá hér að neðan. Stiklan kom út í dag en myndarinnar er að vænta í kvikmyndahús í lok nóvember. „The Good Dinosaur“ er önnur mynd Pixar á árinu en myndin „Inside out“ kom út nú í sumar. Sú mynd hefur fengið afar góðar viðtökur og er til að mynda talin 98 prósent fersk á vefsíðunni Rotten tomatoes sem tekur saman kvikmyndagagnrýni víðsvegar af internetinu.Myndband Of Monsters and Men við lagið Crystals er komið með yfir eina og hálfa milljón áhorfa á YouTube.Vísir/Úr myndbandinu við CrystalsAfar sjaldgæft er að Pixar gefi út myndir með svo stuttu millibili en vaninn er að aðeins ein mynd komi frá kvikmyndaverinu á ári. Hins vegar gekk erfiðlega að klára „The Good Dinosaur“ og í miðju kafi þurfti að skipta um leikstjóra en Peter Sohn tók við af Bob Peterson. Stiklan er að mestu leyti laus við samræður og minnir því á kvikmyndina WALL-E þar sem lítið var um tal fyrri hluta myndar. Myndin fjallar um risaeðluna Arlo og ungan dreng að nafni Spot. Þeir ferðast yfir fallegt landslag eins og sjá má í stiklunni hér að neðan. Tónlist hinnar íslensku hljómsveitar fær því að njóta sín í stiklunni en stjarna Of Monsters and Men skín sífellt skærar vestanhafs. Óhætt er að álykta að tækifæri sem þetta komi til með að vekja ennfrekari athygli á hljómsveitinni enda er um stórt kvikmyndafyrirtæki að ræða sem hefur á undanförnum árum verið duglegt við að koma myndum sínum á framfæri. Lagið mun því hljóma í bíóhúsum um heim allan innan skamms.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira