Handbolti

Strembin ferðalög framundan hjá íslensku liðinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn ÍBV fagna bikarmeistaratitlinum í vetur.
Leikmenn ÍBV fagna bikarmeistaratitlinum í vetur. Vísir/getty
Dregið var til fyrstu umferða í Evrópumótum félagsliða í handknattleik í dag. Karla- og kvennalið ÍBV keppa í Áskorendabikarnum en kvennalið Fram og karlalið Hauka keppa í EHF-keppninni.

Líkt og kom fram á dögunum tók handknattleiksdeild Gróttu ákvörðun um að senda ekki lið til leiks að að þessu sinni.

Bæði karla- og kvennalið ÍBV eiga fyrir höndum löng ferðalög en kvennaliðið mætir serbneska félaginu WHC Knjaz Milos Arandjelovac. Fer fyrri leikurinn fram í serbnesku borginni Arandjelovac.

Karlaliðið mætir ísraelska félaginu Hapoel Ramat Gan en fyrri leikur liðanna fer fram á Íslandi.

Það verður strembið verkefni sem bíður liði Fram en þær mæta bosnísku meisturunum í HZRK Grude Autoherc og fer fyrri leikurinn  fram ytra í borginni Grude við króatísku landamærin.

Að lokum mæta Íslandsmeistarar Hauka ítalska liðinu SSV Bozen Loacker en félagið varð ítalskur meistari á síðasta tímabili. Fer fyrri leikurinn fram í Bolzano áður en leikið verður hér heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×