Hvað ætlar þú að gera um helgina? 30. júlí 2015 11:15 Í Vestmannaeyjum í dag verður allhvass vindur af austri og það mun rigna af og til allan daginn. Strax á föstudaginn batnar veðrið því þá lægir vindinn og það styttir upp. Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Vísir ákvað að skoða nokkrar af helstu útihátíðum landsins. Einnig var athugað hvar veðrið verður best en þeir sem eru sunnan til á landinu eiga von á besta veðrinu.Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Hátíðarhöldin fara fram í Herjólfsdal. Hápunktar í dagskrá Þjóðhátíðar eru brenna á Fjósakletti á föstudagskvöldi, vegleg flugeldasýning á laugardagskvöldi, brekkusöngur og blys á sunnudagskvöldi. Ýmis dagskrá fyrir börnin og mikið um að vera á eyjunni. Eins konar „off venue“ dagskrá fram fer á 900 Grill og Vinaminni þegar DJ Margeir kemur fram ásamt Ásdísi Maríu og Unnsteini Manuel og þá kemur Ingó Veðurguð einnig fram og Land og synir. Úvarpsþátturinn FM95BLÖ verður sendur beint út frá 900 Grill á morgun. Hægt að nálgast frekari dagskrá á Dalurinn.is. Fram koma Sálin hans Jóns míns, Bubbi og Dimma, Maus, Páll Óskar, FM95BLÖ, FM-Belfast, Jón Jónsson, Amabadama auk fjölda annarra. Verð Miði á hátíðina alla helgina kostar 22.900 krónur. Hægt er að kaupa dagpassa fyrir laugardag og sunnudag og kosta þeir hvor um sig 13.900 krónur. Veðurspá eins og staðan er í dag: Í Vestmannaeyjum í dag verður allhvass vindur af austri og það mun rigna af og til allan daginn. Strax á föstudaginn batnar veðrið því þá lægir vindinn og það styttir upp. Á laugardag og sunnudag er spáð hægum vind, þurrt verður að mestu og sólin lætur eitthvað sjá sig. Á mánudaginn er útlit fyrir vaxandi austanátt, en enn er óvissa í spánni með hversu mikið hvessir og hvenær dagsins. Hitinn verður lengst af á bilinu 10 til 15 stig um helgina.Eurovisionprinsessan okkar, María Ólafsdóttir kemur fram á Akureyri í kvöld og annað kvöld.Vísir/APEin með öllu á Akureyri Alls kyns afþreying og skemmtun. Barnadagskrá yfir daginn og tónleikaveisla um kvöldið. Frítt er á alla dagskrá sem er á vegum Einnar með öllu. Helsti kostnaðurinn er tjaldstæðin eða gisting. Einnig kostar sér á viðburði á til dæmis á Græna hattinum og næturdagskrá eins og ball í Sjallanum. Nánari dagskrá er hægt að sjá á vefsíðunni Einmedollu.is. Fram koma Dúndurfréttir, Eyþór Ingi, María Ólafsdóttir, Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Steindi Jr og Bent, Amabadama auk fjölda annarra. Veðurspá eins og staðan er í dag: Á Akureyri er útlit fyrir hæga norðanátt á föstudag með skýjuðu og þurru veðri og hita rétt undir 10 stigum. Á laugardag eru líkur á rigningu, en enn er óvissa í spánum hvort hún verði teljandi. Þegar kemur fram á sunnudaginn ætti sólin að brjótast gegnum skýin á Akureyri og áfram verður bjart á mánudeginum.Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson kemur fram á Ísafirði annað kvöld.Vísir/Andri MarinóMýrarboltinn á Ísafirði Mýrarboltamótið verður haldið í tólfta sinn um helgina í Tunguskógi í Skutulsfirði. Mótið hefst á föstudagskvöld og á laugardagsmorgun hefst spilamennskan. Á fyrri leikdegi verður leikið í riðlum en á sunnudag hefst útslátturinn. Nánari dagskrá má sjá á Myrarbolti.com. Fram koma Blaz Roca, Skítamórall, Retro Stefson, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Skráningargjald Þátttökuarmband 10.000 krónur og ballarmband 6.000 krónur. Auk tjaldsvæða. Veðurspá eins og staðan er í dag: Á Ísafirði á föstudaginn verður norðangola, skýjað og þurrt. Hiti tæp 10 stig. Á laugardaginn bætir í vindinn og fer að rigna. Þegar kemur fram á sunnudaginn lægir vindinn aftur, það styttir upp og rofar til, þannig að seinnipart sunnudags og á mánudaginn verður hið ljúfasta veður á Ísafirði.Jakob Frímann Magnússon og Amabadama koma fram á Innipúkanum annað kvöld.Vísir/Andri MarinóInnipúkinn í Reykjavík Hátíðin í ár fer fram á sömu stöðum og í fyrra, eða samtímis á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum sem eru báðir við Naustin í Kvosinni. Nánari dagskrá má sjá á Facebook síðu Innipúkans. Fram koma Jakob Frímann Magnússon og Amabadama, Vaginaboys, Ylja, Gísli Pálmi, Steed Lord, Sturla Atlas, Mammút, Teitur Magnússon og fjöldi annarra. Armband á alla hátíðina kostar 6.990 krónur og gildir það alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn. Hægt er að fá dagpassa á 3.990 krónur. Veðurspá eins og staðan er í dag: Á höfuðborgarsvæðinu frá föstudegi til mánudags munu skiptast á austlægar og norðlægar áttir. Það verður væntanlega alveg þurrt og sólríkt með köflum. Hiti 10 til 15 stig.Eyþór Ingi kemur fram á Neistaflugi og einnig ásamt Todmobile.Vísir/VilhelmNeistaflug í Neskaupstað Afþreying og dagskrá fyrir alla aldurshópa. Á barnadagskrá yfir daginn verða meðal annars Gunni og Felix, dorgveiðikeppni við bæjarbryggjuna og Leikhópurinn Lotta svo fátt eitt sé nefnt. Tónleikar fara fram á kvöldin í Egilsbúð. Nánari dagskrá má sjá á vefsíðunni Neistaflug.is. Fram koma Valdimar, Vintage Caravan, Eyþór Ingi, Todmobile, Í svörtum fötum auk fjölda annarra skemmti- og tónlistaratriða. Verð Frítt inn á hátíðarsvæði og barnadagskrá. Helgararmband kostar 10.000 krónur og þá kostar Ballarmband 7.500 krónur. Ef armbönd eru ekki keypt kostar inn á staka viðburði. Veðurspá eins og staðan er í dag: Á Austfjörðum er útlit fyrir hæglætisveður um helgina og ekki er spáð úrkomu. Óvissan í spánni fyrir Austfirði er varðandi skýjahuluna. Eitthvað ætti að sjást til sólar flesta daga og þegar það gerist nær hitinn að þokast upp fyrir 10 stigin, en meðan skýjað verður verður nær hitinn ekki 10 stigum.Matti Matt kemur fram á Siglufirði ásamt hljómsveit á sunnudagskvöldið.Vísir/ErnirSíldarævintýrið á Siglufirði Mikið er um að vera bæði á daginn og á kvöldin. Á Siglufirði eru tjaldstæði í hjarta bæjarins og við Stóra-Bola, gistingu er einnig hægt að fá innan dyra á gistiheimilinu Hvanneyri, Hótel Siglunesi og á gistiheimilinu Herring House. Sundlaugarnar verða opnar daglega bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði, og verslanir hafa rúman opnunartíma. Golfvöllur er til staðar og skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi í næsta nágrenni. Dagskrá er hægt að skoða nánar á Sildaraevintyri.fjallabyggd.is. Fram koma Ljótu hálfvitarnir, Ylja, Matti Matt ásamt hljómsveit, Sirkus Íslands verður á svæðinu auk fjölda annarra skemmti- og tónlistaratriða.Sæludagar í VatnaskógiSkógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina Dagskrá hátíðarinnar höfðar til flestra aldurshópa. Bátar verða lánaðir út, leikin verður knattspyrna, kassabílarallý á íþróttavelli, söng- og hæfileikasýning barnanna í íþróttahúsi og ýmislegt fleiri og á laugardagskvöldið fara fram tónleikar og að þeim loknum hefst dansleikur. Fram koma Pétur Ben, Regína Ósk og Friðrik Ómar. Verð á Sæludaga eru 4.800 krónur fyrir 13 ára og eldri, 2.800 krónur fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára, 2.800 fyrir dagsheimsókn og þá er ókeypis fyrir sex ára og yngri. Tjaldstæði eru á staðnum og innifalin í verði.Mikil gleði á FlúðumUm verslunarmannahelgina verður fjölmargt áhugavert og skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna. Ferðaþjónustuaðilar og listafólk verða með opið alla helgina auk spennandi viðburða á degi hverjum. Einnig eru dansleikir og aðrar uppákomur öll kvöld. Nánari dagskrá má sjá á vefsíðunni Fludir.is. Fram koma Laddi, Leikhópurinn Lotta kemur fram í Lystigarðinum, Sniglabandið, Á móti sól auk ýmissa annarra skemmti- og tónlistaratriða.Edrúhátíðin Gaman saman á Hlöðum í Hvalfirði Gaman saman er vímulaus fjölskylduhátíð sem fram fer að Hlöðum um verslunarmannahelgi. Um að vera Hláturjóga í Hernámssetrinu, blöðruslag, hugleiðslukennslu, ratleik og svo kemur Lína Langsokkur í heimsókn svo fátt eitt sé nefnt. Verð Helgarpassi á hátíðina kostar 5.000 krónur og þá kostar dagpassi 2.000 krónur.Unglingalandsmótið Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina 2015. Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst fimmtudaginn 30. júlí með keppni í golfi en aðrar keppnisgreinar hefjast síðar. Mótsslit eru um miðnætti á sunnudagskvöldi. Samhliða Unglingalandsmótinu verður hátíðin „Ein með öllu“ haldin á Akureyri.Kotmót í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð Kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi. Ásamt dagskrá Kotmóts er samhliða Barnamót sem býður upp á dagskrá fyrir þau yngstu. Unglingarnir eru svo með sína dagskrá og ýmsir fjölskylduviðburðir í boði, líkt og varðeldur, karnival og tónleikar. Kotmót er haldið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og þar er allt til staðar. Um að vera Stefan Christiansen, lofgjörðar- og vitnisburðarkvöld, varðeldur og tónleikaveisla. Verð Nóttin á tjaldsvæðinu kostar 1.200 fyrir fullorðinn en 500 fyrir unglinga. Frítt er svo fyrir 13 ára og yngri. Veitingasala á svæðinu. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Vísir ákvað að skoða nokkrar af helstu útihátíðum landsins. Einnig var athugað hvar veðrið verður best en þeir sem eru sunnan til á landinu eiga von á besta veðrinu.Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Hátíðarhöldin fara fram í Herjólfsdal. Hápunktar í dagskrá Þjóðhátíðar eru brenna á Fjósakletti á föstudagskvöldi, vegleg flugeldasýning á laugardagskvöldi, brekkusöngur og blys á sunnudagskvöldi. Ýmis dagskrá fyrir börnin og mikið um að vera á eyjunni. Eins konar „off venue“ dagskrá fram fer á 900 Grill og Vinaminni þegar DJ Margeir kemur fram ásamt Ásdísi Maríu og Unnsteini Manuel og þá kemur Ingó Veðurguð einnig fram og Land og synir. Úvarpsþátturinn FM95BLÖ verður sendur beint út frá 900 Grill á morgun. Hægt að nálgast frekari dagskrá á Dalurinn.is. Fram koma Sálin hans Jóns míns, Bubbi og Dimma, Maus, Páll Óskar, FM95BLÖ, FM-Belfast, Jón Jónsson, Amabadama auk fjölda annarra. Verð Miði á hátíðina alla helgina kostar 22.900 krónur. Hægt er að kaupa dagpassa fyrir laugardag og sunnudag og kosta þeir hvor um sig 13.900 krónur. Veðurspá eins og staðan er í dag: Í Vestmannaeyjum í dag verður allhvass vindur af austri og það mun rigna af og til allan daginn. Strax á föstudaginn batnar veðrið því þá lægir vindinn og það styttir upp. Á laugardag og sunnudag er spáð hægum vind, þurrt verður að mestu og sólin lætur eitthvað sjá sig. Á mánudaginn er útlit fyrir vaxandi austanátt, en enn er óvissa í spánni með hversu mikið hvessir og hvenær dagsins. Hitinn verður lengst af á bilinu 10 til 15 stig um helgina.Eurovisionprinsessan okkar, María Ólafsdóttir kemur fram á Akureyri í kvöld og annað kvöld.Vísir/APEin með öllu á Akureyri Alls kyns afþreying og skemmtun. Barnadagskrá yfir daginn og tónleikaveisla um kvöldið. Frítt er á alla dagskrá sem er á vegum Einnar með öllu. Helsti kostnaðurinn er tjaldstæðin eða gisting. Einnig kostar sér á viðburði á til dæmis á Græna hattinum og næturdagskrá eins og ball í Sjallanum. Nánari dagskrá er hægt að sjá á vefsíðunni Einmedollu.is. Fram koma Dúndurfréttir, Eyþór Ingi, María Ólafsdóttir, Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Steindi Jr og Bent, Amabadama auk fjölda annarra. Veðurspá eins og staðan er í dag: Á Akureyri er útlit fyrir hæga norðanátt á föstudag með skýjuðu og þurru veðri og hita rétt undir 10 stigum. Á laugardag eru líkur á rigningu, en enn er óvissa í spánum hvort hún verði teljandi. Þegar kemur fram á sunnudaginn ætti sólin að brjótast gegnum skýin á Akureyri og áfram verður bjart á mánudeginum.Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson kemur fram á Ísafirði annað kvöld.Vísir/Andri MarinóMýrarboltinn á Ísafirði Mýrarboltamótið verður haldið í tólfta sinn um helgina í Tunguskógi í Skutulsfirði. Mótið hefst á föstudagskvöld og á laugardagsmorgun hefst spilamennskan. Á fyrri leikdegi verður leikið í riðlum en á sunnudag hefst útslátturinn. Nánari dagskrá má sjá á Myrarbolti.com. Fram koma Blaz Roca, Skítamórall, Retro Stefson, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Skráningargjald Þátttökuarmband 10.000 krónur og ballarmband 6.000 krónur. Auk tjaldsvæða. Veðurspá eins og staðan er í dag: Á Ísafirði á föstudaginn verður norðangola, skýjað og þurrt. Hiti tæp 10 stig. Á laugardaginn bætir í vindinn og fer að rigna. Þegar kemur fram á sunnudaginn lægir vindinn aftur, það styttir upp og rofar til, þannig að seinnipart sunnudags og á mánudaginn verður hið ljúfasta veður á Ísafirði.Jakob Frímann Magnússon og Amabadama koma fram á Innipúkanum annað kvöld.Vísir/Andri MarinóInnipúkinn í Reykjavík Hátíðin í ár fer fram á sömu stöðum og í fyrra, eða samtímis á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum sem eru báðir við Naustin í Kvosinni. Nánari dagskrá má sjá á Facebook síðu Innipúkans. Fram koma Jakob Frímann Magnússon og Amabadama, Vaginaboys, Ylja, Gísli Pálmi, Steed Lord, Sturla Atlas, Mammút, Teitur Magnússon og fjöldi annarra. Armband á alla hátíðina kostar 6.990 krónur og gildir það alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn. Hægt er að fá dagpassa á 3.990 krónur. Veðurspá eins og staðan er í dag: Á höfuðborgarsvæðinu frá föstudegi til mánudags munu skiptast á austlægar og norðlægar áttir. Það verður væntanlega alveg þurrt og sólríkt með köflum. Hiti 10 til 15 stig.Eyþór Ingi kemur fram á Neistaflugi og einnig ásamt Todmobile.Vísir/VilhelmNeistaflug í Neskaupstað Afþreying og dagskrá fyrir alla aldurshópa. Á barnadagskrá yfir daginn verða meðal annars Gunni og Felix, dorgveiðikeppni við bæjarbryggjuna og Leikhópurinn Lotta svo fátt eitt sé nefnt. Tónleikar fara fram á kvöldin í Egilsbúð. Nánari dagskrá má sjá á vefsíðunni Neistaflug.is. Fram koma Valdimar, Vintage Caravan, Eyþór Ingi, Todmobile, Í svörtum fötum auk fjölda annarra skemmti- og tónlistaratriða. Verð Frítt inn á hátíðarsvæði og barnadagskrá. Helgararmband kostar 10.000 krónur og þá kostar Ballarmband 7.500 krónur. Ef armbönd eru ekki keypt kostar inn á staka viðburði. Veðurspá eins og staðan er í dag: Á Austfjörðum er útlit fyrir hæglætisveður um helgina og ekki er spáð úrkomu. Óvissan í spánni fyrir Austfirði er varðandi skýjahuluna. Eitthvað ætti að sjást til sólar flesta daga og þegar það gerist nær hitinn að þokast upp fyrir 10 stigin, en meðan skýjað verður verður nær hitinn ekki 10 stigum.Matti Matt kemur fram á Siglufirði ásamt hljómsveit á sunnudagskvöldið.Vísir/ErnirSíldarævintýrið á Siglufirði Mikið er um að vera bæði á daginn og á kvöldin. Á Siglufirði eru tjaldstæði í hjarta bæjarins og við Stóra-Bola, gistingu er einnig hægt að fá innan dyra á gistiheimilinu Hvanneyri, Hótel Siglunesi og á gistiheimilinu Herring House. Sundlaugarnar verða opnar daglega bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði, og verslanir hafa rúman opnunartíma. Golfvöllur er til staðar og skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi í næsta nágrenni. Dagskrá er hægt að skoða nánar á Sildaraevintyri.fjallabyggd.is. Fram koma Ljótu hálfvitarnir, Ylja, Matti Matt ásamt hljómsveit, Sirkus Íslands verður á svæðinu auk fjölda annarra skemmti- og tónlistaratriða.Sæludagar í VatnaskógiSkógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina Dagskrá hátíðarinnar höfðar til flestra aldurshópa. Bátar verða lánaðir út, leikin verður knattspyrna, kassabílarallý á íþróttavelli, söng- og hæfileikasýning barnanna í íþróttahúsi og ýmislegt fleiri og á laugardagskvöldið fara fram tónleikar og að þeim loknum hefst dansleikur. Fram koma Pétur Ben, Regína Ósk og Friðrik Ómar. Verð á Sæludaga eru 4.800 krónur fyrir 13 ára og eldri, 2.800 krónur fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára, 2.800 fyrir dagsheimsókn og þá er ókeypis fyrir sex ára og yngri. Tjaldstæði eru á staðnum og innifalin í verði.Mikil gleði á FlúðumUm verslunarmannahelgina verður fjölmargt áhugavert og skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna. Ferðaþjónustuaðilar og listafólk verða með opið alla helgina auk spennandi viðburða á degi hverjum. Einnig eru dansleikir og aðrar uppákomur öll kvöld. Nánari dagskrá má sjá á vefsíðunni Fludir.is. Fram koma Laddi, Leikhópurinn Lotta kemur fram í Lystigarðinum, Sniglabandið, Á móti sól auk ýmissa annarra skemmti- og tónlistaratriða.Edrúhátíðin Gaman saman á Hlöðum í Hvalfirði Gaman saman er vímulaus fjölskylduhátíð sem fram fer að Hlöðum um verslunarmannahelgi. Um að vera Hláturjóga í Hernámssetrinu, blöðruslag, hugleiðslukennslu, ratleik og svo kemur Lína Langsokkur í heimsókn svo fátt eitt sé nefnt. Verð Helgarpassi á hátíðina kostar 5.000 krónur og þá kostar dagpassi 2.000 krónur.Unglingalandsmótið Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina 2015. Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst fimmtudaginn 30. júlí með keppni í golfi en aðrar keppnisgreinar hefjast síðar. Mótsslit eru um miðnætti á sunnudagskvöldi. Samhliða Unglingalandsmótinu verður hátíðin „Ein með öllu“ haldin á Akureyri.Kotmót í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð Kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi. Ásamt dagskrá Kotmóts er samhliða Barnamót sem býður upp á dagskrá fyrir þau yngstu. Unglingarnir eru svo með sína dagskrá og ýmsir fjölskylduviðburðir í boði, líkt og varðeldur, karnival og tónleikar. Kotmót er haldið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og þar er allt til staðar. Um að vera Stefan Christiansen, lofgjörðar- og vitnisburðarkvöld, varðeldur og tónleikaveisla. Verð Nóttin á tjaldsvæðinu kostar 1.200 fyrir fullorðinn en 500 fyrir unglinga. Frítt er svo fyrir 13 ára og yngri. Veitingasala á svæðinu.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira