Fagna of snemma: „Velkomin til Íslands“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2015 21:49 Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands. Mynd af Wikipedia „OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
„OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira