Sport

Íslenska metaregnið í Kazan heldur áfram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eygló Ósk Gústavsdóttir hefur farið á kostum í Kazan.
Eygló Ósk Gústavsdóttir hefur farið á kostum í Kazan. Vísir/STefán
Íslenska sveitin í 4x100 metra fjórsundi kvenna bætti Íslandsmetið í greininni um rúmar tvær sekúndur á HM í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun.

Stelpurnar komu í mark á tímanum 4:04,43 mínútur en gamla Íslandsmetið var 4:06,64 og var rúmlega þriggja ára gamalt, sett í Debrecen í Ungverjalandi í maí 2012. Sveitin lenti í 18 sæti af 25 sveitum.

Sveitin var skipuð Eygló Ósk Gústafsdóttur, Hrafnhildi Lúthersdóttur, Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur og Bryndísi Rún Hansen. Síðdegis í dag keppir Hrafnhildur Lúthersdóttir í úrslitum í 50 metra bringusundi.

Íslenska sundfólkið hefur farið á kostum ytra þar sem hvert metið á fætur öðru hefur fallið, lágmark fyrir Ólympíuleika hafa náðst og okkar fólk tryggt sér sæti í úrslitum í einstökum greinum.


Tengdar fréttir

Bryndís Rún með Íslandsmet á HM í morgun

Akureyringurinn Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, bætti sitt eigið Íslandsmet í 50 metra flugsundi í morgun á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi.

Hrafnhildur sló Íslandsmet í Kazan

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, heldur áfram að fara á kostum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kazan þessar vikurnar, en Hrafnhildur sló Íslandsmet í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×