Lífið

Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bandaríska rokksveitin Kings of Leon heldur tónleika í Höllinni næstkomandi fimmtudag. Uppselt er á A+ svæðið nokkrir heppnir einstaklingar fengu færi á að vinna tvo miða á svæðið. Það eina sem þeir þurftu að gera var að syngja lag með sveitinni.

„Við fórum bara á stúfana, fundum fólk úti á götu og spurði hvort það væri ekki til í þetta með okkur,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu. „Það tóku allir vel í þetta og þekktu greinilega lögin og nældu sér í leiðinni í tvo miða.“

Uppselt er á A+ svæðið en enn er hægt að fá miða á A og B svæðið. „Það er hins vegar næsta víst að við munum vera með einhverja skemmtilega leiki einhversstaðar fram að tónleikum þar sem nokkrum heppnum gæti gefist kostur á að næla sér í miða.“

Myndband af fólki að spreyta sig á lögum sveitarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.