Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet.
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti á 2:09.04 mínútum og bætti Norðurlandametið öðru sinni í dag en hún synti á 2:09.16 í undanrásunum í morgun.
Þetta er frábær árangur hjá Eygló sem komst í undanúrslitin í 100 metra baksundi á þessu móti þar sem hún setti líka Íslandsmet. Íslandsmetin hennar á mótinu eru því þegar orðin þrjú talsins.
Eygló varð sjöunda inn í úrslitin en fimm af átta sundkonum í úrslitasundinu syntu í hennar riðli sem var sá seinni.
Eygló var á undan þýsku sundkonunni Jenny Mensing sem var áttunda og síðustu inn í úrslitin en hún synti á nákvæmlega sama tíma og Eygló í morgun.
Ungverska sundkonan Katinka Hosszu náði besta tímanum alveg eins og í undanrásunum í morgun en önnur var hin ástralska Emily Seebohm.
Eygló Ósk hefur þar með bætt Norðurlandametið í 200 metra baksundi fjórum sinnum á þessu ári en hún eignaðist það fyrst á opna danska meistaramótinu í mars.
Eygló Ósk Gústafsdóttir er önnur íslenska sundkonan í sögunni sem kemst í úrslit á HM í 50 metra laug en Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á þessu sama móti.
Eygló Ósk mun synda í úrslitasundinu á morgun en á sunnudaginn mun hún síðan synda með íslensku boðssundsveitinn sem er að reyna að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.
Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti
