Ölstofa Hafnarfjarðar verður með viðamikla rokktónleika á planinu í Flatahrauni 5 í kvöld sem hefjast kl. 18:00.
Von er á hörkustuði og alvöru fjölskylduskemmtun fyrir þá sem vilja gera sér glaðan dag í Hafnarfirði.
Böndin eru 8 talsins og er um alvöru grúppur að ræða: Catepillarman, Endless Dark, Himbrimi, Vintege Caravan, Ensími, Agent Fresco, Kiryama Family og 3B.

