Lífið

Rándýr æfing fyrir risatónleikana á Fiskideginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fiskidagurinn mikli fer fram í Dalvík.
Fiskidagurinn mikli fer fram í Dalvík. vísir/vilhelm
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð um helgina. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum.

Undanfarin ár hefur matseðilinn breytist frá ári til árs þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti.

Á föstudagskvöldinu bjóða íbúar byggðalagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Afar vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá prýðir hátíðina ár hvert. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk.

Á laugardagskvöldinu býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýning á eftir. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, skellti sér á æfingu hjá tónlistarfólkinu sem kemur fram á laugardaginn og náði þessum skemmtilegu myndum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.