Handbolti

Anett áfram á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anett Köbli er reynslumesti leikmaður Gróttu.
Anett Köbli er reynslumesti leikmaður Gróttu. vísir/ernir
Anett Köbli hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu um eitt ár.

Anett, sem er frá Ungverjalandi, er 38 ára gömul og hefur leikið lengi hér á landi, með Gróttu, Val og Fram. Áður lék hún með ungverska stórliðinu Györi þar sem hún spilaði úrslitaleiki í Evrópukeppninni.

Anett gerði 47 mörk 17 deildarleikjum með Gróttu á síðasta tímabili sem var sögulegt hjá félaginu. Grótta varð deildarmeistari, bikarmeistari og svo Íslandsmeistari eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaeinvígi.

Anett glímdi við meiðsli í úrslitakeppninni en skoraði samt 15 mörk fyrir Seltirninga.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Gróttu sem hefur einnig framlengt samning Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og fengið Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur í stað Karólínu Bæhrenz Lárudóttur í hægra hornið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×