Stjörnur Bollywood elska friðinn sem þær fá á Íslandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2015 10:00 Saif Ali Khan og Kareena Kapoor eru glæsileg hjón. Vísir/Getty Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira