Stjörnur Bollywood elska friðinn sem þær fá á Íslandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2015 10:00 Saif Ali Khan og Kareena Kapoor eru glæsileg hjón. Vísir/Getty Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira