Tiger reynir að lengja keppnistímabilið sitt um helgina Kári Örn Hinriksson skrifar 19. ágúst 2015 08:00 Tiger gæti verið á leiðinni í frí. Getty Tiger Woods mun vera meðal þátttakenda á Wyndham meistaramótinu um helgina en mótið er það síðasta á venjulegri dagskrá PGA-mótaraðarinnar á tímabilinu. Hann hefur aldrei spilað í mótinu áður en það gerir hann nú til þess að reyna að klifra upp stigalista mótaraðarinnar og komast inn í FedEx-úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Aðeins 125 efstu kylfingarnir á stigalista PGA-mótaraðarinnar komast inn í úrslitakeppnina en Tiger er í 187. sæti eins og stendur mjög misjafnt gengi á árinu. Hann þarf því annaðhvort að sigra eða enda í öðru sæti um helgina til þess tryggja sig inn í næsta mót en takist honum það ekki er þessi fyrrum besti kylfingur heims kominn í frí frá keppnisgolfi þangað til í október þegar að PGA-mótaröðin hefst á ný. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Tiger nái að rétta úr kútnum og halda tímabilinu sínu gangandi en hann hefur misst af niðurskurðinum í fimm mótum í ár, síðast á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Wyndham meistaramótið er leikið á Greensboro vellinum í Norður-Karólínufylki en mótið er það sama og Ólafur Björn Loftsson vann sér þátttökurétt í árið 2011. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods mun vera meðal þátttakenda á Wyndham meistaramótinu um helgina en mótið er það síðasta á venjulegri dagskrá PGA-mótaraðarinnar á tímabilinu. Hann hefur aldrei spilað í mótinu áður en það gerir hann nú til þess að reyna að klifra upp stigalista mótaraðarinnar og komast inn í FedEx-úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Aðeins 125 efstu kylfingarnir á stigalista PGA-mótaraðarinnar komast inn í úrslitakeppnina en Tiger er í 187. sæti eins og stendur mjög misjafnt gengi á árinu. Hann þarf því annaðhvort að sigra eða enda í öðru sæti um helgina til þess tryggja sig inn í næsta mót en takist honum það ekki er þessi fyrrum besti kylfingur heims kominn í frí frá keppnisgolfi þangað til í október þegar að PGA-mótaröðin hefst á ný. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Tiger nái að rétta úr kútnum og halda tímabilinu sínu gangandi en hann hefur misst af niðurskurðinum í fimm mótum í ár, síðast á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Wyndham meistaramótið er leikið á Greensboro vellinum í Norður-Karólínufylki en mótið er það sama og Ólafur Björn Loftsson vann sér þátttökurétt í árið 2011.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira