Lífið

John Oliver rífur svikula presta í sig og stofnar kirkju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja að þáttur gærkvöldsins sé athyglisverður og sorglegur í senn.
Óhætt er að segja að þáttur gærkvöldsins sé athyglisverður og sorglegur í senn.
Sjónvarpsprestar í Bandaríkjunum, svokallaðir Televangelistar, græða milljónir dollara á bágstöddu fólki sem gefur þeim peninga sína í von um að guð bæti líf þeirra í kjölfarið.

John Oliver tekur umrædda glæpamenn fyrir í nýjasta þætti sínum Last Week Tonight. Sýnir hann fjölmörg sláandi dæmi um hvernig umræddir menn hafa fé af fólki með loforðum um að líf þeirra batni láti það fé af hendi.

Menn á borð við Kenneth Copeland and Robert Tilton hafa haft gríðarlega miklar tekjur af fólki sem er svo illa statt að það trúir orðum prestanna um betri tíð og lætur sínar síðustu krónur í hendur mannanna.

Fá skattaafslátt

Bendir Oliver einnig á þá staðreynd í kerfinu vestanhafs að kirkjur, líka þær sem umræddir sjónvarpsprestar stofna, fá skattaafslátt. Ákvað John Oliver að stofna eigin kirkju, Our Lady of Perpetual Exemption, í gríni til að gera öllum ljóst um hve mikla vitleysu er að ræða.

Hið jákvæða er þó að ákveði fólk að láta fé af hendi til John Oliver munu peningarnir fara til Lækna án landamæra.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan en hann verður sýndur með íslenskum texta á Stöð 2 annað kvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.