Sumarlína Chanel, Blue Notes, er sérstaklega falleg og skemmtileg. Þar er, líkt og nafnið gefur til kynna, blái liturinn í aðalhlutverki, bæði á augu og neglur.
Fyrir þær sem ekki hætta sér í bláa litinn er að finna í línunni klassískari liti inn á milli. Það er þó öllum hollt að stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt við og við. Og fyrst Beyoncé gat verið með blátt naglalakk á brúðkaupsdaginn, þá geta það allir.





