Lífið

Alda Dís vinnur að glænýju lagi í L.A.: „Ég er ekkert smá spennt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið að gerast hjá sigurvegara Ísland Got Talent.
Mikið að gerast hjá sigurvegara Ísland Got Talent. vísir/andri marinó
„Ég er bara í Los Angeles þessa stundina,“ segir Alda Dís Arnardóttir sem bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent í vor.

Alda Dís er að leggja lokahönd á sitt fyrsta lag með strákunum í Stop Wait Go.

„Ég er búin að vera hér í nokkra daga og við erum búin að vera mjög dugleg og það gengur rosalega vel. Ég er að reyna að semja eitthvað sjálf en er auðvitað nokkuð ný í því, maður reynir bara og gerir sitt besta.“

Alda segir að sú athygli sem hún hefur fengið hafi bara verið skemmtileg og góð reynsla.

„Þetta er síðan ekkert búið, ég er bara rétt að byrja. Ég er á leiðinni í Listaháskóla Íslands og ætla fara læra tónlist. Við erum aðallega að einbeita okkur að fyrsta laginu frá mér en erum einnig að búa til fleiri. Ég reikna með að fyrsta lagið komi út í ágúst, mjög fljótlega eftir að ég kem heim. Ég er ekkert smá spennt fyrir fyrsta laginu og hef beðið eftir þessu síðan í maí.“

Það var aðeins of gaman í myndatöku í gær í LA! Hlakka til að sýna ykkur myndirnar og leyfa ykkur að heyra fyrsta lagið...

Posted by Alda Dis on 12. ágúst 2015

Myndatökudagur

A photo posted by Alda Dís Arnardóttir (@aldadismusic) on

Þessi auða stjarna bíður eftir mér! ⭐️

A photo posted by Alda Dís Arnardóttir (@aldadismusic) on

Það var svo gaman í gær í Hörpu! <3

A photo posted by Alda Dís Arnardóttir (@aldadismusic) on


Tengdar fréttir

Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst

„Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent.

Nýjasta stjarna Íslands kynntist kærastanum á Tinder

Alda Dís Arnardóttir er tuttugu og tveggja ára ung kona sem ákvað að elta drauminn um að syngja. Hún hefur svo sannarlega heillað þjóðina með söng sínum sem kaus hana sem sigurvegara nýverið í Ísland Got Talent. Hér deilir hún með lesendum hversu mikilvæg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×