Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-32 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins gerði útslagið Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2015 10:36 Grétar Atli, markvörður íslenska liðsins, hefur vakið athygli fyrir buxnaval sitt á mótinu. Vísir/IHF Glæsilegar fimmtán mínútur gerðu útslagið í 32-29 sigri U-19 árs landsliði Íslands í handknattleik gegn Noregi á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag. Ísland var fimm mörkum undir um miðbik hálfleiksins en náði að snúa taflinu sér í hag með frábærri spilamennsku síðasta korterið. Jafnræði var með liðunum framan af í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að setja eitt mark. Um miðbik hálfleiksins tókst norska liðinu að ná betra taki á leiknum og náðu mest þriggja marka forskoti en íslenska liðið svaraði með góðri rispu undir lok hálfleiksins sem minnkaði muninn niður í eitt mark. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins á sama tíma og sóknarleikur norska liðsins gekk eins og smurð vél. Náði norska liðið mest fimm marka forskoti um miðbik seinni hálfleiksins en það virtist loksins vekja íslensku strákana til lífsins. Íslenska liðið skipti í 4-2 vörn um það leytið sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum við. Grétar Atli Guðjónsson hrökk í gang á sama tíma og Ísland breytti stöðunni úr því að vera fimm mörkum undir í að vera þremur mörkum yfir á rúmlega tíu mínútum. Átti Elvar Jónsson, leikmaður Selfoss, stóran þátt í því en hann skoraði mörkin þrjú sem komu Íslandi yfir stuttu fyrir lok leiksins. Norska liðið reyndi að leika maður á mann vörn síðustu mínútur leiksins til þess að bjarga andliti en íslenska liðið lék lokamínúturnar af mikilli fagmennsku og leysti það vel og hleypti Norðmönnum ekki nær sér. Lauk leiknum með 32-29 sigri Íslands sem tryggði með sigrinum sér efsta sæti B-riðlisins á mótinu en á morgun leikur liðið lokaleik riðilsins gegn Venesúela. Beina textalýsingu frá leiknum má lesa hér fyrir neðan.60:00 Glæsilegt! Íslensku strákarnir leysa framsækna vörn Norðmanna af mikilli fagmennsku og ná að halda þriggja marka forskoti út leikinn. Ísland endar í fyrsta sæti riðilsins þrátt fyrir að eiga leikinn gegn Venesúela eftir á morgun.57:30 Glæsilegur kafli, þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega kominn í þrjú mörk þegar rúmlega tvær mínútur eru til leiksloka. Grétar Atli er vaknaður í markinu og núna er bara að halda út!55:30 Glæsilegt þetta. Íslenska liðið kemst inn í sendingu norska leikmannsins og stelur boltanum. Brotið er á leikmanni íslenska liðsins í hraðaupphlaupi og norski varnarmaðurinn fær brottvísun. Ísland 28-27 Noregur.54:00 27-27 þegar sex mínútur eru til leiksloka. Háspenna í Rússlandi en Grétar Atli virðist vera vaknaður í markinu.51:00 Grétar Atli ver og strákarnir keyra upp og komast aftur yfir. Glæsilegur kafli hjá strákunum og núna er bara að halda út í tæplega níu mínútur í viðbót. Danski þjálfarinn tekur leikhlé.50:00 Það var lagið!! Strákarnir búnir að jafna þegar tíu mínútur eru eftir. Þessi 4-2 vörn er að svínvirka.49:00 Glæsilegur kafli og munurinn skyndilega kominn í eitt mark. Danski þjálfarinn er kominn með leikhlés-spjaldið í höndina.47:00 Góður kafli hjá íslenska liðinu og munurinn er kominn í tvö mörk. Ísland spilar framarlega með 4-2 vörn sem hefur verið að virka vel. Staðan er 24-23 þegar seinni hálfleikur er rúmlega hálfnaður.45:00 Munurinn kominn í fimm mörk í fyrsta sinn. Íslenska liðið tapar boltanum og Norðmenn keyra í hraðaupphlaup.40:00: Klaufalegur tapaður bolti hjá íslenska liðinu og Norðmenn erfsa. Munurinn kominn upp í fjögur mörk og norski markvörðurinn í miklu stuði. 35:00 Slakur kafli hjá íslenska liðinu og Norðmenn skyndilega komnir með þriggja marka forskot.32:00 Strákarnir ná að jafna metin hér í upphafi hálfleiksins en Norðmenn ná strax að svara. Staðan er 19-18.30:00 Hálfleikur og staðan er 16-17 fyrir Noreg. Íslenska liðið skipti um markmann fyrir stuttu en Grétar hefur ekki náð sér á strik í dag. Fyrir utan stuttan kafla undir lok hálfleiksins hefur verið jafnræði með liðunum frá fyrstu mínútu.26:00 Íslenska liðið missir aftur mann af velli. Norðmönnum hefur tekist vel að nýta sér liðsmuninn en norska liðið er með tveggja marka forskot í stöðunni 16-14.22:00 Íslenska liðið fékk fyrstu brottvísun sína í leiknum fyrir stuttu en nær að halda í við norska liðið. Staðan er 12-12 þegar átta mínútur eru til hálfleiks.18:00 Liðin skiptast á mörkum en Ísland hefur haft undirtökin hér í upphafi leiksins.10:00 Staðan 6-6 en Norðmenn voru að fá fyrstu tveggja mínútna brottvísun leiksins. Vonandi tekst strákunum að nýta sér það.05:00 Fimm mínútur liðnar og staðan er 2-2. Íslenska liðið komst í 2-0 en Norðmenn svöruðu með tveimur mörkum.01:00 Leikurinn farinn af stað og strákarnir halda í sókn. Fyrsta mark leiksins komið og það var íslenskt. Koma svo!Fyrir leik: Strákarnir okkar tóku vel undir þegar þjóðsöngvarnir voru leiknir. Áætla að það séu um fimmtíu manns í höllinni, þar af 15 klæddir í norska stuttermaboli. Spurning hvort það séu margir þarna á bandi Íslands?Fyrir leik: Strákarnir mæta síðan Venesúela á morgun en liðið hefur verið skotspónn fyrir önnur lið hingað til. Unnu Spánverjar nokkuð öruggan 47-7 sigur á Venesúela til dæmis. Fyrir leik: Liðið sem lendir í fyrsta sæti B-riðilsins mætir liðinu sem lenti í 4. sæti í A-riðli en liðið sem lendir í 2. sæti B-riðlilsins mætir liðinu úr 3. sæti í A-riðli og svo framvegis.Fyrir leik: Íslenska liðið hefur leikið fimmtán leiki á þessu ári án taps en þetta lið varð Evrópumeistari í Gautaborg á síðasta ári.Fyrir leik: Fréttablaðið heyrði í Ómari Inga Magnússyni, leikmanni Vals, í gær en hann sagði leikmenn liðsins vera hungraða. Þeir ætluðu sér stóra hluti á þessu móti.Fyrir leik: Strákarnir eru ósigraðir eftir þrjá leiki. Í fyrsta leik vannst öruggur átta marka sigur á Þýskalandi en daginn eftir unnu þeir nauman 25-24 sigur á Spánverjum. Þá unnu þeir Egypta í gær 31-29 en íslenska liðið leiddi um tíma með sjö mörkum.Fyrir leik: Íslensku strákarnir eru byrjaðir að hita upp en líkt og kemur fram hér fyrir ofan tryggir sigurliðið í dag sér toppsæti B-riðilsins. Olís-deild karla Tengdar fréttir Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00 Íslenski markvörðurinn í stuttbuxunum vekur athygli á HM í Rússlandi Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska 19 ára landsliðsins, hefur staðið sig vel í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM í Ekaterinburg í Rússlandi. 10. ágúst 2015 13:00 Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30 Unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramóti U-19 Íslensku strákarnir unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en í þetta skiptið voru það Egyptar sem lágu fyrir Strákunum okkar. 11. ágúst 2015 10:56 Frábær byrjun Íslands á HM Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann frábæran sigur á Spáni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi, en lokatölur 25-24. 9. ágúst 2015 14:35 Stórsigur hjá strákunum í fyrsta leik Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann stórsigur á Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 8. ágúst 2015 16:42 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Glæsilegar fimmtán mínútur gerðu útslagið í 32-29 sigri U-19 árs landsliði Íslands í handknattleik gegn Noregi á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag. Ísland var fimm mörkum undir um miðbik hálfleiksins en náði að snúa taflinu sér í hag með frábærri spilamennsku síðasta korterið. Jafnræði var með liðunum framan af í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að setja eitt mark. Um miðbik hálfleiksins tókst norska liðinu að ná betra taki á leiknum og náðu mest þriggja marka forskoti en íslenska liðið svaraði með góðri rispu undir lok hálfleiksins sem minnkaði muninn niður í eitt mark. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins á sama tíma og sóknarleikur norska liðsins gekk eins og smurð vél. Náði norska liðið mest fimm marka forskoti um miðbik seinni hálfleiksins en það virtist loksins vekja íslensku strákana til lífsins. Íslenska liðið skipti í 4-2 vörn um það leytið sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum við. Grétar Atli Guðjónsson hrökk í gang á sama tíma og Ísland breytti stöðunni úr því að vera fimm mörkum undir í að vera þremur mörkum yfir á rúmlega tíu mínútum. Átti Elvar Jónsson, leikmaður Selfoss, stóran þátt í því en hann skoraði mörkin þrjú sem komu Íslandi yfir stuttu fyrir lok leiksins. Norska liðið reyndi að leika maður á mann vörn síðustu mínútur leiksins til þess að bjarga andliti en íslenska liðið lék lokamínúturnar af mikilli fagmennsku og leysti það vel og hleypti Norðmönnum ekki nær sér. Lauk leiknum með 32-29 sigri Íslands sem tryggði með sigrinum sér efsta sæti B-riðlisins á mótinu en á morgun leikur liðið lokaleik riðilsins gegn Venesúela. Beina textalýsingu frá leiknum má lesa hér fyrir neðan.60:00 Glæsilegt! Íslensku strákarnir leysa framsækna vörn Norðmanna af mikilli fagmennsku og ná að halda þriggja marka forskoti út leikinn. Ísland endar í fyrsta sæti riðilsins þrátt fyrir að eiga leikinn gegn Venesúela eftir á morgun.57:30 Glæsilegur kafli, þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega kominn í þrjú mörk þegar rúmlega tvær mínútur eru til leiksloka. Grétar Atli er vaknaður í markinu og núna er bara að halda út!55:30 Glæsilegt þetta. Íslenska liðið kemst inn í sendingu norska leikmannsins og stelur boltanum. Brotið er á leikmanni íslenska liðsins í hraðaupphlaupi og norski varnarmaðurinn fær brottvísun. Ísland 28-27 Noregur.54:00 27-27 þegar sex mínútur eru til leiksloka. Háspenna í Rússlandi en Grétar Atli virðist vera vaknaður í markinu.51:00 Grétar Atli ver og strákarnir keyra upp og komast aftur yfir. Glæsilegur kafli hjá strákunum og núna er bara að halda út í tæplega níu mínútur í viðbót. Danski þjálfarinn tekur leikhlé.50:00 Það var lagið!! Strákarnir búnir að jafna þegar tíu mínútur eru eftir. Þessi 4-2 vörn er að svínvirka.49:00 Glæsilegur kafli og munurinn skyndilega kominn í eitt mark. Danski þjálfarinn er kominn með leikhlés-spjaldið í höndina.47:00 Góður kafli hjá íslenska liðinu og munurinn er kominn í tvö mörk. Ísland spilar framarlega með 4-2 vörn sem hefur verið að virka vel. Staðan er 24-23 þegar seinni hálfleikur er rúmlega hálfnaður.45:00 Munurinn kominn í fimm mörk í fyrsta sinn. Íslenska liðið tapar boltanum og Norðmenn keyra í hraðaupphlaup.40:00: Klaufalegur tapaður bolti hjá íslenska liðinu og Norðmenn erfsa. Munurinn kominn upp í fjögur mörk og norski markvörðurinn í miklu stuði. 35:00 Slakur kafli hjá íslenska liðinu og Norðmenn skyndilega komnir með þriggja marka forskot.32:00 Strákarnir ná að jafna metin hér í upphafi hálfleiksins en Norðmenn ná strax að svara. Staðan er 19-18.30:00 Hálfleikur og staðan er 16-17 fyrir Noreg. Íslenska liðið skipti um markmann fyrir stuttu en Grétar hefur ekki náð sér á strik í dag. Fyrir utan stuttan kafla undir lok hálfleiksins hefur verið jafnræði með liðunum frá fyrstu mínútu.26:00 Íslenska liðið missir aftur mann af velli. Norðmönnum hefur tekist vel að nýta sér liðsmuninn en norska liðið er með tveggja marka forskot í stöðunni 16-14.22:00 Íslenska liðið fékk fyrstu brottvísun sína í leiknum fyrir stuttu en nær að halda í við norska liðið. Staðan er 12-12 þegar átta mínútur eru til hálfleiks.18:00 Liðin skiptast á mörkum en Ísland hefur haft undirtökin hér í upphafi leiksins.10:00 Staðan 6-6 en Norðmenn voru að fá fyrstu tveggja mínútna brottvísun leiksins. Vonandi tekst strákunum að nýta sér það.05:00 Fimm mínútur liðnar og staðan er 2-2. Íslenska liðið komst í 2-0 en Norðmenn svöruðu með tveimur mörkum.01:00 Leikurinn farinn af stað og strákarnir halda í sókn. Fyrsta mark leiksins komið og það var íslenskt. Koma svo!Fyrir leik: Strákarnir okkar tóku vel undir þegar þjóðsöngvarnir voru leiknir. Áætla að það séu um fimmtíu manns í höllinni, þar af 15 klæddir í norska stuttermaboli. Spurning hvort það séu margir þarna á bandi Íslands?Fyrir leik: Strákarnir mæta síðan Venesúela á morgun en liðið hefur verið skotspónn fyrir önnur lið hingað til. Unnu Spánverjar nokkuð öruggan 47-7 sigur á Venesúela til dæmis. Fyrir leik: Liðið sem lendir í fyrsta sæti B-riðilsins mætir liðinu sem lenti í 4. sæti í A-riðli en liðið sem lendir í 2. sæti B-riðlilsins mætir liðinu úr 3. sæti í A-riðli og svo framvegis.Fyrir leik: Íslenska liðið hefur leikið fimmtán leiki á þessu ári án taps en þetta lið varð Evrópumeistari í Gautaborg á síðasta ári.Fyrir leik: Fréttablaðið heyrði í Ómari Inga Magnússyni, leikmanni Vals, í gær en hann sagði leikmenn liðsins vera hungraða. Þeir ætluðu sér stóra hluti á þessu móti.Fyrir leik: Strákarnir eru ósigraðir eftir þrjá leiki. Í fyrsta leik vannst öruggur átta marka sigur á Þýskalandi en daginn eftir unnu þeir nauman 25-24 sigur á Spánverjum. Þá unnu þeir Egypta í gær 31-29 en íslenska liðið leiddi um tíma með sjö mörkum.Fyrir leik: Íslensku strákarnir eru byrjaðir að hita upp en líkt og kemur fram hér fyrir ofan tryggir sigurliðið í dag sér toppsæti B-riðilsins.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00 Íslenski markvörðurinn í stuttbuxunum vekur athygli á HM í Rússlandi Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska 19 ára landsliðsins, hefur staðið sig vel í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM í Ekaterinburg í Rússlandi. 10. ágúst 2015 13:00 Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30 Unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramóti U-19 Íslensku strákarnir unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en í þetta skiptið voru það Egyptar sem lágu fyrir Strákunum okkar. 11. ágúst 2015 10:56 Frábær byrjun Íslands á HM Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann frábæran sigur á Spáni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi, en lokatölur 25-24. 9. ágúst 2015 14:35 Stórsigur hjá strákunum í fyrsta leik Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann stórsigur á Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 8. ágúst 2015 16:42 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00
Íslenski markvörðurinn í stuttbuxunum vekur athygli á HM í Rússlandi Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska 19 ára landsliðsins, hefur staðið sig vel í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM í Ekaterinburg í Rússlandi. 10. ágúst 2015 13:00
Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30
Unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramóti U-19 Íslensku strákarnir unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en í þetta skiptið voru það Egyptar sem lágu fyrir Strákunum okkar. 11. ágúst 2015 10:56
Frábær byrjun Íslands á HM Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann frábæran sigur á Spáni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi, en lokatölur 25-24. 9. ágúst 2015 14:35
Stórsigur hjá strákunum í fyrsta leik Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann stórsigur á Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 8. ágúst 2015 16:42
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti