Lífið

Heilræði Magga Mix: Hvað á ekki að gera á fyrsta stefnumóti

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég er með lista um það hvað á ekki að gera á fyrsta stefnumóti,“ segir Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, í morgunþættinum á FM957. Magnús virðist þekkja þessa menningu vel og því vel til fundið hjá honum að deila visku sinni.

„Ég gæti mætt með þúsund atriða lista en ákvað að minnka þetta niður í tíu atriði.“

Hér að neðan má lesa listann Magga Mix um þau atriði sem á EKKI að gera á fyrsta stefnumóti:

  1. Ekki tala um að þú sért með svakalega reynslu í rúminu
  2. Ekki vera tala um að viðkomandi sé rosalega sexy. Það er allt í lagi að segja að viðkomandi sé vel klædd/ur.
  3. Ekki monta þig. Ekki tala um hvað þú tekur í bekk eða að þú getir hlaupið þúsund kílómetra.
  4. Ekki borða hratt, þá er ég að tala um eins og svín.
  5. Ekki kyssa viðkomandi strax, ekki lauma inn slella strax. Kyss er bara eins og káf, bara með vörunum.
  6. Ekki tala um eitthvað leiðinlegt.
  7. Ekki knúsa viðkomandi. Á fyrsta stefnumóti á bara að kynnast og taka því rólega.
  8. Ekki vera að splæsa og splæsa eins og þú sért moldrík/ur.
  9. Ekki tala um kynlíf. Þú ert ekkert að spyrja hvað hinn aðilinn hafi gert það oft eða spyrja „jæja hvernig ert þú í honum.“
  10. Ekki setja of mikla lykt á þig

    Bónusráð Magga Mix: Ekki tala um fyrrverandi. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×