Bjarni hættur hjá KA 11. ágúst 2015 18:21 Bjarni er búinn að stýra sínum síðasta leik hjá KA. vísir/stefán Bjarni Jóhannsson er búinn að stýra sínum síðasta leik með KA. KA tilkynnti í dag að búið væri að slíta samstarfi Bjarna og félagsins. Samningur Bjarna við félagið átti að renna út í lok tímabilsins og KA hafði ákveðið að endurnýja ekki þann samning. Í kjölfarið var ákveðið að Bjarni myndi hætta strax störfum. Aðstoðarmaður hans, Srdjan Tufedgzic, oft kallaður Tufa, klárar tímabilið með liðinu. „Þessi ákvörðun er tekin í mesta bróðerni og vináttu“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, formaður stjórnar knd. KA, á heimasíðu félagsins. „Bjarni hefur unnið gott starf hjá félaginu og hjálpað okkur við að undirbyggja félagið til frekari átaka og sést góður árangur starfa hans fyrir KA í okkar góðu umgjörð í félaginu. Að sjálfsögðu er það okkur jafnt sem honum vonbrigði að við séum ekki á betri stað í deildinni en raun ber vitni en liðið sem hann hefur mótað er sterkt og enn eru stig í pottinum sem þarf að ná í hús. Það hefur verið mjög gaman að vinna með Bjarna, sem er frábær þjálfari auk þess að vera mikill og dyggur KA maður. Ég vil þakka honum kærlega fyrir samstarfið og veit að KA fólk mun taka vel á móti Bjarna í KA heimilinu og á vellinum í framtíðinni. Um leið óska ég Tufa alls hins besta í því starfi sem hann er nú að taka sér fyrir hendur. Við þekkjum vel til starfa hans og munum styðja vel við hann og strákana í átökunum sem framundan eru“. Miklar væntingar voru gerðar til KA-liðsins fyrir leiktíðina enda miklu tjaldað til. Hlutirnir hafa aftur á móti ekki gengið upp og KA er í fimmta sæti deildarinnar og ekki á leið upp. „Mér hefur liðið mjög vel hjá KA þessi þrjú ár sem ég hef verið hér. Hér hafa allir lagst á eitt við að byggja upp liðið og þá einstaklinga sem í því eru. KA hefur sjaldan staðið eins vel hvað mannskap varðar, hvort heldur sem er í meistaraflokki félagsins eða yngri flokkum," segir Bjarni við heimasíðu KA. „Ég hef haft mikinn metnað fyrir hönd félagsins og því ekki sáttur hve erfiðlega okkur hefur gengið að ná því markmiði að koma liðinu í hóp bestu liða landsins. Ég taldi best fyrir félagið og strákana í liðinu, að gefa Tufa tækifæri á að taka við stjórninni á liðinu og kalla fram kraftinn sem í liðinu býr. Ég er ánægður með að stjórn deildarinnar var mér sammála enda Tufa er topp maður sem hefur staðið þétt með mér í starfi mínu hjá félaginu og hann á framtíðina tvímælalaust fyrir sér sem stjórnandi knattspyrnuliðs á hæsta gæðaflokki. Ég óska honum og KA góðs gengis í framtíðinni“. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Bjarni Jóhannsson er búinn að stýra sínum síðasta leik með KA. KA tilkynnti í dag að búið væri að slíta samstarfi Bjarna og félagsins. Samningur Bjarna við félagið átti að renna út í lok tímabilsins og KA hafði ákveðið að endurnýja ekki þann samning. Í kjölfarið var ákveðið að Bjarni myndi hætta strax störfum. Aðstoðarmaður hans, Srdjan Tufedgzic, oft kallaður Tufa, klárar tímabilið með liðinu. „Þessi ákvörðun er tekin í mesta bróðerni og vináttu“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, formaður stjórnar knd. KA, á heimasíðu félagsins. „Bjarni hefur unnið gott starf hjá félaginu og hjálpað okkur við að undirbyggja félagið til frekari átaka og sést góður árangur starfa hans fyrir KA í okkar góðu umgjörð í félaginu. Að sjálfsögðu er það okkur jafnt sem honum vonbrigði að við séum ekki á betri stað í deildinni en raun ber vitni en liðið sem hann hefur mótað er sterkt og enn eru stig í pottinum sem þarf að ná í hús. Það hefur verið mjög gaman að vinna með Bjarna, sem er frábær þjálfari auk þess að vera mikill og dyggur KA maður. Ég vil þakka honum kærlega fyrir samstarfið og veit að KA fólk mun taka vel á móti Bjarna í KA heimilinu og á vellinum í framtíðinni. Um leið óska ég Tufa alls hins besta í því starfi sem hann er nú að taka sér fyrir hendur. Við þekkjum vel til starfa hans og munum styðja vel við hann og strákana í átökunum sem framundan eru“. Miklar væntingar voru gerðar til KA-liðsins fyrir leiktíðina enda miklu tjaldað til. Hlutirnir hafa aftur á móti ekki gengið upp og KA er í fimmta sæti deildarinnar og ekki á leið upp. „Mér hefur liðið mjög vel hjá KA þessi þrjú ár sem ég hef verið hér. Hér hafa allir lagst á eitt við að byggja upp liðið og þá einstaklinga sem í því eru. KA hefur sjaldan staðið eins vel hvað mannskap varðar, hvort heldur sem er í meistaraflokki félagsins eða yngri flokkum," segir Bjarni við heimasíðu KA. „Ég hef haft mikinn metnað fyrir hönd félagsins og því ekki sáttur hve erfiðlega okkur hefur gengið að ná því markmiði að koma liðinu í hóp bestu liða landsins. Ég taldi best fyrir félagið og strákana í liðinu, að gefa Tufa tækifæri á að taka við stjórninni á liðinu og kalla fram kraftinn sem í liðinu býr. Ég er ánægður með að stjórn deildarinnar var mér sammála enda Tufa er topp maður sem hefur staðið þétt með mér í starfi mínu hjá félaginu og hann á framtíðina tvímælalaust fyrir sér sem stjórnandi knattspyrnuliðs á hæsta gæðaflokki. Ég óska honum og KA góðs gengis í framtíðinni“.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira