Fantastic Four sögð ævintýralega leiðinleg og leikstjórinn afneitar henni Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2015 16:35 Leikarar Fantastic Four, Jamie Bell, Miles Teller, Kate Mara og Michael B. Jordan. Vísir/Getty Það má með sanni segja að það sé samdóma álit manna að nýja Fantastic Four-myndin sé ævintýralega leiðinleg. Hún fær falleinkunn hjá flestum gagnrýnendum og er með níu prósent á vefsíðunni Rotten Tomatoes sem tekur saman gagnrýni kvikmynda og fær þannig út ákveðna meðaleinkunn, sem í þessu tilviki er ekki há, 3,4 af tíu mögulegum. Þess má geta að nýjasta mynd Adams Sandler fær 3,7 af tíu mögulegum og er sögð 17 prósent fersk, á móti níu prósentum hjá Fantastic Four. Myndinni hefur einnig gengið hrikalega í miðasölu. Myndin kostaði 122 milljónir dollara í framleiðslu, um 16 milljarðar íslenskra króna, en hefur einungis halað inn 25 milljónum dollara það sem af er, sem er langt undir væntingum kvikmyndaanga Fox-fyrirtækisins. En þrátt fyrir að myndin þyki svona misheppnuð er saga hennar stórkostleg, ekki þó sagan sem birtist á hvíta tjaldinu, heldur það sem gekk á við framleiðsluna. Áður en myndin var frumsýnd voru uppi sögusagnir um að framleiðsla hennar hefði gengið afar illa en leikstjórinn Josh Trank, handritshöfundurinn Simon Kinberg og kvikmyndaverið 20th Century Fox neituðu þessu og sögðu allt í blóma.Josh Trank, leikstjóri Fantastic Four.Vísir/GettyLeikstjórinn afneitaði myndinni Þegar myndin beið hins vegar skipbrot í miðasölu og gagnrýnendur rifu hana í sig opnuðust allar flóðgáttir. Josh Trank steig fyrstur fram og afneitaði myndinni á Twitter: „Fyrir ári var ég með í höndunum stórkostlega útgáfu af myndinni. Og hún hefði fengið frábæra dóma. En þið fáið örugglega aldrei að sjá hana. Þannig er staðan.“ Fjölmiðlar vestanhafs hafa bent á að Trank hefði ekki einu sinni þurft að rita þetta á Twitter til að sjá að kvikmyndaverið tók myndina úr hans höndum og átti töluvert við hana. Það sé til að mynda augljóst að kvikmyndaverið fór af stað og tók upp fjölda nýrra atriða fyrir myndina. Það sjáist best á hárkollunni sem leikkonan Kate Mara skartar í myndinni. Mara fer með hlutverk Sue Storms í myndinni en það þykir ótrúlegt að kvikmyndaverið hafi hleypt þessari hárkollu í gegn sem augljóslega var sett á leikkonuna fyrir atriðin sem voru tekin upp eftir á. Það gefur því augaleið að samstarf leikstjórans og kvikmyndaversins var stormasamt.Trank sagður í andlegu ójafnvægi Bandaríska tímaritið Entertainment Weekly fór ofan í saumana á málinu og reyndi að finna út hver ber sökina á þessari misheppnuðu mynd, 20th Century Fox kvikmyndaverið eða leikstjórinn Josh Trank. Tímaritið hefur það eftir heimildarmönnum sínum að það hafi reynst afar erfitt að vinna með Trank. Leikstjórinn er sagður hafa verið dónalegur í garð tökuliðsins, framleiðenda og leikaranna. Hann er sagður hafa átt í útistöðum við leigusala sem Trank sakaði um að hafa unnið skemmdarverk á húsinu sem hann leigði. Þessi átök við leigusalann höfðu verulega slæm áhrif á Trank sem lét það bitna á tökustaðnum.Stöðugar breytingar frá kvikmyndaverinu Andlegri líðan hans hrakaði einnig vegna gífurlegs álags við tökur á þessari mynd. Sérstaklega vegna afskipta kvikmyndaversins sem dró á langinn að samþykkja leikara í myndina og handritið. Kvikmyndaverið skar einnig niður það fjármagn sem var ætlað í myndina upphaflega og knúði fram breytingar á handriti hennar rétt áður en kvikmyndatökur áttu að hefjast. Átökin um leikaravalið voru mikil. Michael B. Jordan var sá eini sem bæði kvikmyndaverið og leikstjórinn voru sátt við sem Johnny Storm. Trank barðist hins vegar hart fyrir því að fá Miles Teller sem Reed Richards. Kvikmyndaverið var á móti þeirri ráðningu en Trank hafði betur. Það fór þó ekki betur en svo að leikaranum og leikstjóranum samdi einstaklega illa á tökustað.20th Century Fox var þó ákveðið í því að Kate Mara ætti að fara með hlutverk Sue Storm og fékk Trank engu um það ráðið. Er hann sagður hafa komið illa fram við hana, sumir segja að hann hafi verið dónalegur við hana á meðan aðrir segja hann einfaldlega hafa mætt henni með köldu viðmóti.Ekki lengur mynd leikstjórans. Kvikmyndaverið er sagt hafa skorið þrjár veigamiklar senur úr myndinni sem Josh Trank er sagður hafa tekið upp. Fór svo að starfsmenn 20th Century Fox tóku yfir þegar myndin var klippiherberginu og fór svo að myndin var alls ekki lengur hugarfóstur Josh Trank sem hafði séð fyrir sér drungalega útgáfu af þessu þekktasta ofurhetjuteymi Marvel-fyrirtæksins. Kvikmyndaverið hafði þó miklar væntingar til þessar myndar og hafði ráðgert að frumsýna framhald hennar eftir tæp tvö ár. Þær áætlarnir eru hins vegar í lausu lofti núna. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það má með sanni segja að það sé samdóma álit manna að nýja Fantastic Four-myndin sé ævintýralega leiðinleg. Hún fær falleinkunn hjá flestum gagnrýnendum og er með níu prósent á vefsíðunni Rotten Tomatoes sem tekur saman gagnrýni kvikmynda og fær þannig út ákveðna meðaleinkunn, sem í þessu tilviki er ekki há, 3,4 af tíu mögulegum. Þess má geta að nýjasta mynd Adams Sandler fær 3,7 af tíu mögulegum og er sögð 17 prósent fersk, á móti níu prósentum hjá Fantastic Four. Myndinni hefur einnig gengið hrikalega í miðasölu. Myndin kostaði 122 milljónir dollara í framleiðslu, um 16 milljarðar íslenskra króna, en hefur einungis halað inn 25 milljónum dollara það sem af er, sem er langt undir væntingum kvikmyndaanga Fox-fyrirtækisins. En þrátt fyrir að myndin þyki svona misheppnuð er saga hennar stórkostleg, ekki þó sagan sem birtist á hvíta tjaldinu, heldur það sem gekk á við framleiðsluna. Áður en myndin var frumsýnd voru uppi sögusagnir um að framleiðsla hennar hefði gengið afar illa en leikstjórinn Josh Trank, handritshöfundurinn Simon Kinberg og kvikmyndaverið 20th Century Fox neituðu þessu og sögðu allt í blóma.Josh Trank, leikstjóri Fantastic Four.Vísir/GettyLeikstjórinn afneitaði myndinni Þegar myndin beið hins vegar skipbrot í miðasölu og gagnrýnendur rifu hana í sig opnuðust allar flóðgáttir. Josh Trank steig fyrstur fram og afneitaði myndinni á Twitter: „Fyrir ári var ég með í höndunum stórkostlega útgáfu af myndinni. Og hún hefði fengið frábæra dóma. En þið fáið örugglega aldrei að sjá hana. Þannig er staðan.“ Fjölmiðlar vestanhafs hafa bent á að Trank hefði ekki einu sinni þurft að rita þetta á Twitter til að sjá að kvikmyndaverið tók myndina úr hans höndum og átti töluvert við hana. Það sé til að mynda augljóst að kvikmyndaverið fór af stað og tók upp fjölda nýrra atriða fyrir myndina. Það sjáist best á hárkollunni sem leikkonan Kate Mara skartar í myndinni. Mara fer með hlutverk Sue Storms í myndinni en það þykir ótrúlegt að kvikmyndaverið hafi hleypt þessari hárkollu í gegn sem augljóslega var sett á leikkonuna fyrir atriðin sem voru tekin upp eftir á. Það gefur því augaleið að samstarf leikstjórans og kvikmyndaversins var stormasamt.Trank sagður í andlegu ójafnvægi Bandaríska tímaritið Entertainment Weekly fór ofan í saumana á málinu og reyndi að finna út hver ber sökina á þessari misheppnuðu mynd, 20th Century Fox kvikmyndaverið eða leikstjórinn Josh Trank. Tímaritið hefur það eftir heimildarmönnum sínum að það hafi reynst afar erfitt að vinna með Trank. Leikstjórinn er sagður hafa verið dónalegur í garð tökuliðsins, framleiðenda og leikaranna. Hann er sagður hafa átt í útistöðum við leigusala sem Trank sakaði um að hafa unnið skemmdarverk á húsinu sem hann leigði. Þessi átök við leigusalann höfðu verulega slæm áhrif á Trank sem lét það bitna á tökustaðnum.Stöðugar breytingar frá kvikmyndaverinu Andlegri líðan hans hrakaði einnig vegna gífurlegs álags við tökur á þessari mynd. Sérstaklega vegna afskipta kvikmyndaversins sem dró á langinn að samþykkja leikara í myndina og handritið. Kvikmyndaverið skar einnig niður það fjármagn sem var ætlað í myndina upphaflega og knúði fram breytingar á handriti hennar rétt áður en kvikmyndatökur áttu að hefjast. Átökin um leikaravalið voru mikil. Michael B. Jordan var sá eini sem bæði kvikmyndaverið og leikstjórinn voru sátt við sem Johnny Storm. Trank barðist hins vegar hart fyrir því að fá Miles Teller sem Reed Richards. Kvikmyndaverið var á móti þeirri ráðningu en Trank hafði betur. Það fór þó ekki betur en svo að leikaranum og leikstjóranum samdi einstaklega illa á tökustað.20th Century Fox var þó ákveðið í því að Kate Mara ætti að fara með hlutverk Sue Storm og fékk Trank engu um það ráðið. Er hann sagður hafa komið illa fram við hana, sumir segja að hann hafi verið dónalegur við hana á meðan aðrir segja hann einfaldlega hafa mætt henni með köldu viðmóti.Ekki lengur mynd leikstjórans. Kvikmyndaverið er sagt hafa skorið þrjár veigamiklar senur úr myndinni sem Josh Trank er sagður hafa tekið upp. Fór svo að starfsmenn 20th Century Fox tóku yfir þegar myndin var klippiherberginu og fór svo að myndin var alls ekki lengur hugarfóstur Josh Trank sem hafði séð fyrir sér drungalega útgáfu af þessu þekktasta ofurhetjuteymi Marvel-fyrirtæksins. Kvikmyndaverið hafði þó miklar væntingar til þessar myndar og hafði ráðgert að frumsýna framhald hennar eftir tæp tvö ár. Þær áætlarnir eru hins vegar í lausu lofti núna.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira