Sport

Fanney: Gullið var algjör bónus

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Evrópumeistarinn í kraftlyftingum, Fanney Hauksdóttir, kom heim í dag eftir frægðarför til Tékklands þar sem hún vann gullið í sínum þyngdarflokki og sló heimsmetið í unglingaflokki í bekkpressu.

Fanney var vel fagnað á heimili sínu á Seltjarnarnesinu og hennar beið rjúkandi fiskisúpa.  Hún varð heimsmeistari unglinga en keppti í 1. sinn í fullorðinsflokki á mótinu í Tékklandi og gerði sér lítið fyrir og skákaði öðrum keppendum með glæsibrag. Hún viðurkenndi að árangurinn hefði verið betri en hún hefði þorað að vona.

„Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu. Markmiðið mitt var að komast á verðlaunapall úti og gullið var algjör bónus. Ég bjóst við örlítið meiri keppni,“ sagði Fanney sem lyfti 147,5 kílói, 17,5 kílóum meira en næsti keppandi sem er 8 árum eldri en hin 22 árs Fanney.

Fanney mældi með kraftlyftingum þegar Arnar Björnsson spurði hana hvað fengi hana til þess að æfa af jafn miklu kappi.

„Þetta er frábær hreyfing. Það geta allir tekið þátt í kraftlytingum og þetta er góður félagsskapur.“


Tengdar fréttir

Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari

Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×