Fyrir ári síðan kom á markað naglalakkslína í glæsilegum umbúðum sem minntu á háan hæl á skó. Nú kemur hann enn sterkari til leiks með nýja varalitalínu.
Línan samanstendur af 38 litum með þremur mismunandi áferðum; Silky Satin, Velvet Matte og Sheer Voile, sem allir eru í mismunandi umbúðum.
Það sem er sérstaklega skemmtilegt við varalitinn er að hægt er að hafa hann um hálsinn sem skraut, svo fallegur er hann.
