Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 11:00 Dagný hefur skorað átta mörk í 17 leikjum í sumar. vísir/valli Dagný Brynjarsdóttir missti af bikarúrslitaleiknum í fyrra þegar Selfoss tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni þar sem hún var farin út til náms í Bandaríkjunum. Þessi sömu lið mætast aftur í ár og að þessu sinni verður Dagný með. „Tilfinningin er mjög góð, við erum allar klárar og bæjarfélagið er tilbúið að styðja við okkur. Við erum öll mjög spennt,“ sagði Dagný í samtali við blaðamann Vísis á fundi vegna bikarúrslitaleiksins í höfuðstöðvum KSÍ í fyrradag. Selfoss og Stjarnan eru búin að mætast tvisvar í sumar og skiptu þau sigrunum á milli sín. Selfyssingar unnu fyrri leikinn á Samsung-vellinum 1-2 og segir Dagný að sá sigur gefi liðinu sjálfstraust fyrir leikinn í dag. „Þessi leikur gefur okkur sjálfstraust og trú. Við unnum fyrri leikinn en þær þann seinni. Við skoruðum í báðum leikjunum. Við vitum að við getum þetta og ég held að þetta verði hörkuleikur. Svo kemur í ljós á laugardaginn hvort liðið vill þetta meira,“ sagði landsliðskonan sem á von á jafnari leik í ár en í fyrra. „Já, ég held það því í fyrra vorum við þrjár farnar út til Bandaríkjanna í háskólaboltann en í ár erum við með okkar sterkasta lið fyrir utan að við erum búnar að missa einn útlending (Summer Williams) út. En annars erum við að spila á sama liði og í allt sumar.“ Selfoss er sem segir áður sagði í bikarúrslitum annað árið í röð. Dagný segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari en í fyrra þegar allir leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik. „Í fyrra var Gumma (Guðmunda Brynja Óladóttir) held ég eini leikmaðurinn sem hafði spilað á Laugardalsvelli og engin þeirra hafði upplifað bikarúrslitaleik áður. Við förum reynslunni ríkari inn í þennan leik í ár. Það á klárlega eftir að hjálpa,“ sagði Dagný sem er fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum.Dagný er að fara að spila sinn þriðja bikarúrslitaleik.vísir/anton Dagný sat allan tímann á varamannabekknum þegar Valur tapaði 4-0 fyrir KR árið 2008 en kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri Vals á Breiðabliki ári seinna. Selfoss-liðinu hefur gengið vel að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. En hvað hefur liðið verið að gera vel í þessum leikjum að mati Dagnýjar? „Við höfum verið að spila betri varnarleik undanfarið. Við erum með gott sóknarlið og sköpum okkur alltaf færi. Við fengum held ég 30 marktækifæri í síðasta leik gegn Aftureldingu en skoruðum samt bara þrjú mörk. Við þurfum að nýra færin aðeins betur,“ sagði Dagný en hvað þarf Selfoss helst að varast í leik Stjörnunnar? „Þær eru með sterkt varnarlið og gott sóknarlið. Við þurfum að loka á þeirra helstu lykilmenn og finna þeirra veikleika og spila svolítið upp á þá.“ Dagný segir að það yrði frábært að ná að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu Selfoss á morgun. „Selfoss hefur aldrei unnið þetta áður. Áður en ég kom á Selfoss sagði ég við Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) að ég hefði lent á Selfossi út af örlögunum, Bandaríkin klikkuðu og svona,“ sagði Dagný en til stóð að hún myndi fara til Bandaríkjanna eftir að hafa unnið þýska meistaratitilinn með Bayern München í vor. Það datt hins vegar upp fyrir og hún endaði hjá Selfossi. „Kannski voru þetta örlögin, að við myndum vinna fyrsta bikarinn og ég yrði partur af því. Við erum allar klárar,“ sagði Dagný að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir missti af bikarúrslitaleiknum í fyrra þegar Selfoss tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni þar sem hún var farin út til náms í Bandaríkjunum. Þessi sömu lið mætast aftur í ár og að þessu sinni verður Dagný með. „Tilfinningin er mjög góð, við erum allar klárar og bæjarfélagið er tilbúið að styðja við okkur. Við erum öll mjög spennt,“ sagði Dagný í samtali við blaðamann Vísis á fundi vegna bikarúrslitaleiksins í höfuðstöðvum KSÍ í fyrradag. Selfoss og Stjarnan eru búin að mætast tvisvar í sumar og skiptu þau sigrunum á milli sín. Selfyssingar unnu fyrri leikinn á Samsung-vellinum 1-2 og segir Dagný að sá sigur gefi liðinu sjálfstraust fyrir leikinn í dag. „Þessi leikur gefur okkur sjálfstraust og trú. Við unnum fyrri leikinn en þær þann seinni. Við skoruðum í báðum leikjunum. Við vitum að við getum þetta og ég held að þetta verði hörkuleikur. Svo kemur í ljós á laugardaginn hvort liðið vill þetta meira,“ sagði landsliðskonan sem á von á jafnari leik í ár en í fyrra. „Já, ég held það því í fyrra vorum við þrjár farnar út til Bandaríkjanna í háskólaboltann en í ár erum við með okkar sterkasta lið fyrir utan að við erum búnar að missa einn útlending (Summer Williams) út. En annars erum við að spila á sama liði og í allt sumar.“ Selfoss er sem segir áður sagði í bikarúrslitum annað árið í röð. Dagný segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari en í fyrra þegar allir leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik. „Í fyrra var Gumma (Guðmunda Brynja Óladóttir) held ég eini leikmaðurinn sem hafði spilað á Laugardalsvelli og engin þeirra hafði upplifað bikarúrslitaleik áður. Við förum reynslunni ríkari inn í þennan leik í ár. Það á klárlega eftir að hjálpa,“ sagði Dagný sem er fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum.Dagný er að fara að spila sinn þriðja bikarúrslitaleik.vísir/anton Dagný sat allan tímann á varamannabekknum þegar Valur tapaði 4-0 fyrir KR árið 2008 en kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri Vals á Breiðabliki ári seinna. Selfoss-liðinu hefur gengið vel að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. En hvað hefur liðið verið að gera vel í þessum leikjum að mati Dagnýjar? „Við höfum verið að spila betri varnarleik undanfarið. Við erum með gott sóknarlið og sköpum okkur alltaf færi. Við fengum held ég 30 marktækifæri í síðasta leik gegn Aftureldingu en skoruðum samt bara þrjú mörk. Við þurfum að nýra færin aðeins betur,“ sagði Dagný en hvað þarf Selfoss helst að varast í leik Stjörnunnar? „Þær eru með sterkt varnarlið og gott sóknarlið. Við þurfum að loka á þeirra helstu lykilmenn og finna þeirra veikleika og spila svolítið upp á þá.“ Dagný segir að það yrði frábært að ná að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu Selfoss á morgun. „Selfoss hefur aldrei unnið þetta áður. Áður en ég kom á Selfoss sagði ég við Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) að ég hefði lent á Selfossi út af örlögunum, Bandaríkin klikkuðu og svona,“ sagði Dagný en til stóð að hún myndi fara til Bandaríkjanna eftir að hafa unnið þýska meistaratitilinn með Bayern München í vor. Það datt hins vegar upp fyrir og hún endaði hjá Selfossi. „Kannski voru þetta örlögin, að við myndum vinna fyrsta bikarinn og ég yrði partur af því. Við erum allar klárar,“ sagði Dagný að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira