Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-1 | Enn eitt jafntefli Fjölnismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2015 20:45 vísir/anton Eftir arfaslakan fyrri hálfleik geta Íslandsmeistarar Stjörnunnar vel við unað að hafa fengið eitt stig eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í Pepsi-deild karla í dag. Fjölnismenn að sama skapi gerðu sig enn og aftur sekir um að missa unnin leik niður í jafntefli á lokakaflanum en þetta var fjórða jafntefli liðsins í röð. Fjölnismenn komust yfir með marki Gunnars Más Guðmundssonar um miðjan fyrri hálfleikinn og fengu heimamenn tækifæri til að skora fleiri mörk, bæði í fyrri hálfleik og upphafi þess síðari. En Stjörnumenn breyttu um leikskipulag í hálfleik og Veigar Páll Gunnarsson, sem kom inn á í hálfleik, lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Guðjón Baldvinsson þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Var það fyrsta mark Guðjóns í sumar. Gunnar Már fékk dauðafæri skömmu eftir mark Stjörnunnar en skaut framhjá. Bæði lið sóttu eftir þetta en hvorugu tókst að bæta við. Vandræði Stjörnumanna eru alþekkt en Íslandsmeistararnir hafa aldrei komist almennilega í gang í sumar. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan í júní sem segir allt sem segja þarf. Fjölnismenn hafa hins vegar verið á fínu skriði og þó svo að liðið hafi þurft að sætta sig við þrjú jafntefli í röð voru Grafarvogsbúar að minnsta kosti taplausir í fimm síðustu leikjum sínum fyrir daginn. Fyrsta sókn Fjölnismanna gaf fyrirheit um það sem koma skyldi. Sókn upp hægri vænginn og fyrirgjöf inn í teig. Eftir rólegar upphafsmínútur voru heimamenn að ná sífellt betri tökum á spilinu og ógnuðu nokkrum sinnum frá hægri vænginum. Gunnar Már var stóri maðurinn inni í teig sem tók til sín alla þessa bolta og á 24. mínútu bar það árangur er hann hafði betur í baráttunni við Daníel Laxdal og kom sendingu Arnórs Eyvars Ólafssonar í netið af stuttu færi. Áfram héldu Fjölnismenn að skapa sér hættu eftir uppspil á hægri vænginum en voru þess fyrir utan þolinmóðir í sínum varnarleik og pössuðu sig á því að hleypa gestunum ekki nálægt eigin marki. Það gekk vel eftir því sóknarmennirnir Guðjón Baldvinsson og Jeppe Hansen voru algjörlega teknir úr leik allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn áttu einfaldlega ekkert svar við því og sýndu nánast enga tilburði til að skapa sér nokkuð sem kalla mætti hættulegt færi. Andleysi Íslandsmeistaranna virtist algert þegar þeir gengu til búningsklefa í hálfleik. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði róttækar breytingar í hálfleik. Hann breytti um leikkerfi og setti Veigar Pál Gunnarsson inn á miðjuna. Það virtist þó lítinn árangur ætla að bera framan af og Fjölnismenn stýrðu áfram leiknum og fengu áfram færi til að skora. Aron Sigurðarson slapp inn fyrir tvívegis eftir mistök Stjörnunnar en nýtti sér það í hvorugt skiptið. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því um miðbik hálfleiksins komust Stjörnumenn loksins almennilega inn í leikinn. Veigar Páll gerði vel með því að leggja upp jöfnunarmark Stjörnunnar fyrir Guðjón sem skoraði utan teigs með hörkuskoti. Aðeins mínútu síðar var Gunnar Már sloppinn í gegn eftir að hafa einfaldlega labbað framhjá hverjum varnramanni Stjörnunnar á fætur öðrum. Hann hitti þó ekki markið af stuttu færi, einn gegn Gunnari í markinu, en vildi meina að brotið hafi verið á honum. Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, dæmdi þó ekkert þrátt fyrir mótmæli Fjölnismanna. Hvorugu liði tókst að skapa sér almennilegt færi eftir þetta og leikurinn fjaraði út. Niðurstaðan grætileg fyrir Fjölnismenn sem áttu að vera löngu búnir að gera út um leikinn áður en Stjörnumenn komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn geta þrátt fyrir öll jafnteflin verið ánægðir með að hafa þó ekki tapað síðan um miðjan síðasta mánuð, þó svo að þeir hefðu án nokkurs vafa átt að nýta færin sín mun betur í kvöld. Með því færðu þeir Íslandsmeisturunum líflínu sem Rúnar Páll þáði með þökkum. Eftir hræðilegar 60 mínútur þar sem að varnarleikur liðsins var eins og lélegur brandari á löngum köflum var með ólíkindum að liðið hafði samt svigrúm og tíma til að jafna leikinn og jafnvel „stela“ sigrinum í lokin. Stjarnan er þrátt fyrir allt aðeins sex stigum frá öruggu sæti sem sýnir hversu mikilvægt stigið var sem að liðið fékk í Grafarvoginum í kvöld. Þó svo að fallhættan sé ekki mikil þá er ljóst að Garðbæingar eru allt annað en sáttir við stöðu liðsins, sem eðlilegt er. Fjölnismenn halda áfram að safna punktum, þrátt fyrir öll jafnteflin, og eiga enn möguleika á að ná fjórða sætinu af Valsmönnum á lokaspretti deildarinnar.Guðjón: Menn vildu bjarga andlitinu Guðjón Baldvinsson tryggði sínum mönnum annað stigið gegn Fjölni með sínu fyrsta marki í sumar. „Þessi fyrri hálfleikur var með því slappasta sem við höfum gert í allt sumar og við vorum heppnir að vera bara marki undir í hálfleik,“ sagði Guðjón. „Þeir voru reyndar ekki með neitt leikplan í gangi en voru harðir fyrir. Við vorum undir á öllum vígstöðum en við ræddum málin í hálfleik og sögðum að þetta gæti nú varla orðið mikið verra en þetta.“ „Það var meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik og við hefðum jafnvel getað tekið þetta.“ Hann segir að innkoma Veigars Páls hafi breytt miklu en að almennt hafi menn vaknað af værum blundi. „Stundum gerast svona hlutir eins og í fyrri hálfleik og menn vildu líka bara bjarga andlitinu. Það skipti líka máli.“ Hann segir þó enga örvæntingu í herbúðum Stjörnunnar. „Það er nokkuð ljóst að við munum enda um miðja deild og því ætlum við að reyna að hafa gaman að restinni af tímabilinu og enda þetta með stæl. Það er aðalmálið núna.“ „Það var gott að skora loksins. Þetta var löng bið og ljúft að markið kom í dag.“Rúnar Páll: Vorum daprir í fyrri hálfleik Þjálfari Stjörnumanna var ánægður með endurkomu sinna manna í síðari hálfleik eftir dapra frammistöðu framan af leik gegn Fjölni í kvöld. „Við vorum daprir í fyrri hálfleik en komum sterkir til baka í seinni og héldum fínni pressu á þá. Ég er ánægður með karakterinn hjá strákunum, þeir sýndu að þeir vildu þetta.“ Hann segir að það hafi verið margt að í leik Stjörnumanna í fyrri hálfleik. „Við vorum hrikalega flatir í okkar sóknarleik. Við vorum með fjóra menn í beinni línu og það var ekki nógu gott. Veigar Páll kom inn og við færðum Pablo á vinstri kantinn. Þar með settum við smá pressu á þá og hefðum jafnvel getað stolið þessu í lokin.“ „Stigið er fínt, þrátt fyrir allt.“ Hann vill halda áfram að safna stigum, fyrst og fremst. „Við viljum enda mótið á jákvæðum nótum enda hundleiðinlegt að spila leiki og hafa ekki smá metnað til að vinna þá og spila góðan fótbolta. Um þetta snýst þetta og menn eiga að njóta þess.“Gunnar Már: Þetta var klárt víti Gunnar Már Guðmundsson segir að hann hefði átt að fá víti eftir að Stjarnan skoraði jöfnunarmark sitt gegn Fjölni í kvöld. „Það er klárlega svekkjandi að sjá eftir þessum stigum. Við áttum að vinna þennan leik en féllum of aftarlega og nýttum ekki færin okkar nógu vel,“ sagði Gunnar Már sem var augljóslega afar svekktur eftir leikinn. „Við vildum halda boltanum og sækja á þá. Við erum betri í því en þeir.“ Eftir að Stjarnan jafnaði leikinn komst Gunnar Már í dauðafæri en hitti ekki markið. Hann segir þó að það hafi verið sparkað í sig. „Það er farið aftan í fótinn þegar ég sveifla honum til að sparka. Ég veit ekki hvort það var sparkað í mig eða hann hlaupi bara á mig en þetta var klár snerting og klárt víti.“ „Fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu. Maður má víst ekki segja neitt.“ „Það er hundleiðinlegt að gera jafntefli. Maður fær ekkert úr þeim. Við höfum verið að klúðra niður leikjum núna og í rauninni verið að kasta öllum möguleikum frá okkur.“Ágúst: Súrt að sætta sig við jafntefli „Þetta er fjórða jafnteflið í röð hjá okkur. Við erum þó ekki að tapa leikjunum en þetta gefur lítið í aðra höndina þegar maður er að berjast um sæti í deildinni,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld. „Við fengum nokkur færi í leiknum og það stærsta var þegar Gunnar Már komst í gegn. Hann segir að það hafi verið sparkað í hann enda afar ólíklegt að hann hefði annars ekki hitt markið af þessu færi.“ „Ég hefði að sjálfsögðu viljað fá víti í þessu atviki og ekkert annað. Það hefði mjög líklega klárað þennan leik fyrir okkur.“ „Þetta er búið að vera sagan okkar í síðustu leikjum. Við höfum verið með þrjú stig í hendi en þetta hefur svo endað með jafntefli. Það er súrt.“ Hann segir að Fjölnismenn geti þó sjálfum sér um kennt. „Í öll skiptin er það svo. Við föllum til baka og bjóðum hættunni heim. Það hafa liðin fært sér í nyt og skorað á okkur.“ „Það eru enn bara tvö stig í fjórða sætið og við munum klárlega halda áfram af fullu krafti. Við stefnum að því að fara ofar í deildinni. Nú kemur kærkomið tveggja vikna frí og við ætlum að klára þetta mót með stæl.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Eftir arfaslakan fyrri hálfleik geta Íslandsmeistarar Stjörnunnar vel við unað að hafa fengið eitt stig eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í Pepsi-deild karla í dag. Fjölnismenn að sama skapi gerðu sig enn og aftur sekir um að missa unnin leik niður í jafntefli á lokakaflanum en þetta var fjórða jafntefli liðsins í röð. Fjölnismenn komust yfir með marki Gunnars Más Guðmundssonar um miðjan fyrri hálfleikinn og fengu heimamenn tækifæri til að skora fleiri mörk, bæði í fyrri hálfleik og upphafi þess síðari. En Stjörnumenn breyttu um leikskipulag í hálfleik og Veigar Páll Gunnarsson, sem kom inn á í hálfleik, lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Guðjón Baldvinsson þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Var það fyrsta mark Guðjóns í sumar. Gunnar Már fékk dauðafæri skömmu eftir mark Stjörnunnar en skaut framhjá. Bæði lið sóttu eftir þetta en hvorugu tókst að bæta við. Vandræði Stjörnumanna eru alþekkt en Íslandsmeistararnir hafa aldrei komist almennilega í gang í sumar. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan í júní sem segir allt sem segja þarf. Fjölnismenn hafa hins vegar verið á fínu skriði og þó svo að liðið hafi þurft að sætta sig við þrjú jafntefli í röð voru Grafarvogsbúar að minnsta kosti taplausir í fimm síðustu leikjum sínum fyrir daginn. Fyrsta sókn Fjölnismanna gaf fyrirheit um það sem koma skyldi. Sókn upp hægri vænginn og fyrirgjöf inn í teig. Eftir rólegar upphafsmínútur voru heimamenn að ná sífellt betri tökum á spilinu og ógnuðu nokkrum sinnum frá hægri vænginum. Gunnar Már var stóri maðurinn inni í teig sem tók til sín alla þessa bolta og á 24. mínútu bar það árangur er hann hafði betur í baráttunni við Daníel Laxdal og kom sendingu Arnórs Eyvars Ólafssonar í netið af stuttu færi. Áfram héldu Fjölnismenn að skapa sér hættu eftir uppspil á hægri vænginum en voru þess fyrir utan þolinmóðir í sínum varnarleik og pössuðu sig á því að hleypa gestunum ekki nálægt eigin marki. Það gekk vel eftir því sóknarmennirnir Guðjón Baldvinsson og Jeppe Hansen voru algjörlega teknir úr leik allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn áttu einfaldlega ekkert svar við því og sýndu nánast enga tilburði til að skapa sér nokkuð sem kalla mætti hættulegt færi. Andleysi Íslandsmeistaranna virtist algert þegar þeir gengu til búningsklefa í hálfleik. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði róttækar breytingar í hálfleik. Hann breytti um leikkerfi og setti Veigar Pál Gunnarsson inn á miðjuna. Það virtist þó lítinn árangur ætla að bera framan af og Fjölnismenn stýrðu áfram leiknum og fengu áfram færi til að skora. Aron Sigurðarson slapp inn fyrir tvívegis eftir mistök Stjörnunnar en nýtti sér það í hvorugt skiptið. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því um miðbik hálfleiksins komust Stjörnumenn loksins almennilega inn í leikinn. Veigar Páll gerði vel með því að leggja upp jöfnunarmark Stjörnunnar fyrir Guðjón sem skoraði utan teigs með hörkuskoti. Aðeins mínútu síðar var Gunnar Már sloppinn í gegn eftir að hafa einfaldlega labbað framhjá hverjum varnramanni Stjörnunnar á fætur öðrum. Hann hitti þó ekki markið af stuttu færi, einn gegn Gunnari í markinu, en vildi meina að brotið hafi verið á honum. Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, dæmdi þó ekkert þrátt fyrir mótmæli Fjölnismanna. Hvorugu liði tókst að skapa sér almennilegt færi eftir þetta og leikurinn fjaraði út. Niðurstaðan grætileg fyrir Fjölnismenn sem áttu að vera löngu búnir að gera út um leikinn áður en Stjörnumenn komu sér aftur inn í leikinn. Fjölnismenn geta þrátt fyrir öll jafnteflin verið ánægðir með að hafa þó ekki tapað síðan um miðjan síðasta mánuð, þó svo að þeir hefðu án nokkurs vafa átt að nýta færin sín mun betur í kvöld. Með því færðu þeir Íslandsmeisturunum líflínu sem Rúnar Páll þáði með þökkum. Eftir hræðilegar 60 mínútur þar sem að varnarleikur liðsins var eins og lélegur brandari á löngum köflum var með ólíkindum að liðið hafði samt svigrúm og tíma til að jafna leikinn og jafnvel „stela“ sigrinum í lokin. Stjarnan er þrátt fyrir allt aðeins sex stigum frá öruggu sæti sem sýnir hversu mikilvægt stigið var sem að liðið fékk í Grafarvoginum í kvöld. Þó svo að fallhættan sé ekki mikil þá er ljóst að Garðbæingar eru allt annað en sáttir við stöðu liðsins, sem eðlilegt er. Fjölnismenn halda áfram að safna punktum, þrátt fyrir öll jafnteflin, og eiga enn möguleika á að ná fjórða sætinu af Valsmönnum á lokaspretti deildarinnar.Guðjón: Menn vildu bjarga andlitinu Guðjón Baldvinsson tryggði sínum mönnum annað stigið gegn Fjölni með sínu fyrsta marki í sumar. „Þessi fyrri hálfleikur var með því slappasta sem við höfum gert í allt sumar og við vorum heppnir að vera bara marki undir í hálfleik,“ sagði Guðjón. „Þeir voru reyndar ekki með neitt leikplan í gangi en voru harðir fyrir. Við vorum undir á öllum vígstöðum en við ræddum málin í hálfleik og sögðum að þetta gæti nú varla orðið mikið verra en þetta.“ „Það var meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik og við hefðum jafnvel getað tekið þetta.“ Hann segir að innkoma Veigars Páls hafi breytt miklu en að almennt hafi menn vaknað af værum blundi. „Stundum gerast svona hlutir eins og í fyrri hálfleik og menn vildu líka bara bjarga andlitinu. Það skipti líka máli.“ Hann segir þó enga örvæntingu í herbúðum Stjörnunnar. „Það er nokkuð ljóst að við munum enda um miðja deild og því ætlum við að reyna að hafa gaman að restinni af tímabilinu og enda þetta með stæl. Það er aðalmálið núna.“ „Það var gott að skora loksins. Þetta var löng bið og ljúft að markið kom í dag.“Rúnar Páll: Vorum daprir í fyrri hálfleik Þjálfari Stjörnumanna var ánægður með endurkomu sinna manna í síðari hálfleik eftir dapra frammistöðu framan af leik gegn Fjölni í kvöld. „Við vorum daprir í fyrri hálfleik en komum sterkir til baka í seinni og héldum fínni pressu á þá. Ég er ánægður með karakterinn hjá strákunum, þeir sýndu að þeir vildu þetta.“ Hann segir að það hafi verið margt að í leik Stjörnumanna í fyrri hálfleik. „Við vorum hrikalega flatir í okkar sóknarleik. Við vorum með fjóra menn í beinni línu og það var ekki nógu gott. Veigar Páll kom inn og við færðum Pablo á vinstri kantinn. Þar með settum við smá pressu á þá og hefðum jafnvel getað stolið þessu í lokin.“ „Stigið er fínt, þrátt fyrir allt.“ Hann vill halda áfram að safna stigum, fyrst og fremst. „Við viljum enda mótið á jákvæðum nótum enda hundleiðinlegt að spila leiki og hafa ekki smá metnað til að vinna þá og spila góðan fótbolta. Um þetta snýst þetta og menn eiga að njóta þess.“Gunnar Már: Þetta var klárt víti Gunnar Már Guðmundsson segir að hann hefði átt að fá víti eftir að Stjarnan skoraði jöfnunarmark sitt gegn Fjölni í kvöld. „Það er klárlega svekkjandi að sjá eftir þessum stigum. Við áttum að vinna þennan leik en féllum of aftarlega og nýttum ekki færin okkar nógu vel,“ sagði Gunnar Már sem var augljóslega afar svekktur eftir leikinn. „Við vildum halda boltanum og sækja á þá. Við erum betri í því en þeir.“ Eftir að Stjarnan jafnaði leikinn komst Gunnar Már í dauðafæri en hitti ekki markið. Hann segir þó að það hafi verið sparkað í sig. „Það er farið aftan í fótinn þegar ég sveifla honum til að sparka. Ég veit ekki hvort það var sparkað í mig eða hann hlaupi bara á mig en þetta var klár snerting og klárt víti.“ „Fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu. Maður má víst ekki segja neitt.“ „Það er hundleiðinlegt að gera jafntefli. Maður fær ekkert úr þeim. Við höfum verið að klúðra niður leikjum núna og í rauninni verið að kasta öllum möguleikum frá okkur.“Ágúst: Súrt að sætta sig við jafntefli „Þetta er fjórða jafnteflið í röð hjá okkur. Við erum þó ekki að tapa leikjunum en þetta gefur lítið í aðra höndina þegar maður er að berjast um sæti í deildinni,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld. „Við fengum nokkur færi í leiknum og það stærsta var þegar Gunnar Már komst í gegn. Hann segir að það hafi verið sparkað í hann enda afar ólíklegt að hann hefði annars ekki hitt markið af þessu færi.“ „Ég hefði að sjálfsögðu viljað fá víti í þessu atviki og ekkert annað. Það hefði mjög líklega klárað þennan leik fyrir okkur.“ „Þetta er búið að vera sagan okkar í síðustu leikjum. Við höfum verið með þrjú stig í hendi en þetta hefur svo endað með jafntefli. Það er súrt.“ Hann segir að Fjölnismenn geti þó sjálfum sér um kennt. „Í öll skiptin er það svo. Við föllum til baka og bjóðum hættunni heim. Það hafa liðin fært sér í nyt og skorað á okkur.“ „Það eru enn bara tvö stig í fjórða sætið og við munum klárlega halda áfram af fullu krafti. Við stefnum að því að fara ofar í deildinni. Nú kemur kærkomið tveggja vikna frí og við ætlum að klára þetta mót með stæl.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira