Fékk götu nefnda Svarthöfði: "Gaman að fara út fyrir kassann“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 13:00 Götunni Bratthöfða verður breytt í Svarthöfða. Óli Gneisti Sóleyjarson lagði fram hugmyndina að því að götuheitið Svarthöfði yrði samþykkt í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hugmyndin var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli,“ segir Óli Gneisti á síðu sinni.Óli Gneisti á Svarthöfðahjálm sem gestir á heimili hans vilja oft á tíðum prófa að máta.Vísir/ErnirHugmyndina segir Óli Gneisti í samtali við Vísi hafa kviknað þegar hann og mágur hans ræddu fyndin götuheiti en mágurinn er mikill aðdáandi Star Wars. Svarthöfði er einmitt einn aðalkarakterinn í kvikmyndunum en á ensku kallast hann Darth Vader. „Ég á Svarthöfðahjálm heima sem gestir hafa mikinn áhuga á að skoða en hann er meiri aðdáandi, tekur þetta miklu alvarlegra heldur en ég.“ Óli Gneisti setti Svarthöfðahjálminn upp þegar Google-bíllinn keyrði í gegnum hverfi hans í Breiðholti. „Ég og fjölskylda mín sáum bílinn koma og ég hljóp inn, sótti hjálminn og stillti mér upp. Markmiðið var einfaldlega að gleðja fólk og reyna að vera fyndinn,“ segir Óli og hlær. „Ég vona að það hafi tekist.“Reykvíkingar státa nú af götu sem kallast Svarthöfði.Vísir/ErnirSjá einnig: Eldhressir Íslendingar á Google Street ViewÍhaldssamir geta líka tekið í hugmyndina „Ég setti hana auðvitað inn þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og ég viðurkenni að ég bjóst við því að það myndi kannski hafa áhrif,“ útskýrir Óli Gneisti spurður um hvort hann hafi búist við því að tillagan yrði samþykkt. „En mér heyrist vera almenn gleði hjá fólki með þetta. Þeir sem eru íhaldssamari kannski hugsa um Sturlungu þar sem nafnið kemur náttúrulega fyrir, Svarthöfði Dufgusson. Þó að við mágur minn höfum vissulega verið að hugsa um Star Wars. Við erum svona lágmenningarlegir.“Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetViewÞá maldar blaðamaður í móinn enda eru kvikmyndirnar Star Wars taldar til klassíkera af mörgum kvikmyndaáhugamanninum. „Jú, jú,“ segir Óli og hlær. Dagur B. Eggertsson tilkynnti á Twitter í gær að götuheitinu Bratthöfði hefði verið breytt í Svarthöfða og því má segja að grín Óla og mágs hans hafi verið tekið alla leið. „Mér finnst að götuheiti eigi að vera sem fjölbreyttust og skemmtilegust. Auðvitað er oft gott að hafa þemu í þessu en það er líka gaman að fara út fyrir kassann. Ég heyrði einnig hugmyndina Anakinn, það gæti verið næst á dagskrá,“ segir Óli Gneisti.Í dag var nafni götunnar Bratthöfði breytt í Svarthöfði #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) August 26, 2015 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Óli Gneisti Sóleyjarson lagði fram hugmyndina að því að götuheitið Svarthöfði yrði samþykkt í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hugmyndin var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli,“ segir Óli Gneisti á síðu sinni.Óli Gneisti á Svarthöfðahjálm sem gestir á heimili hans vilja oft á tíðum prófa að máta.Vísir/ErnirHugmyndina segir Óli Gneisti í samtali við Vísi hafa kviknað þegar hann og mágur hans ræddu fyndin götuheiti en mágurinn er mikill aðdáandi Star Wars. Svarthöfði er einmitt einn aðalkarakterinn í kvikmyndunum en á ensku kallast hann Darth Vader. „Ég á Svarthöfðahjálm heima sem gestir hafa mikinn áhuga á að skoða en hann er meiri aðdáandi, tekur þetta miklu alvarlegra heldur en ég.“ Óli Gneisti setti Svarthöfðahjálminn upp þegar Google-bíllinn keyrði í gegnum hverfi hans í Breiðholti. „Ég og fjölskylda mín sáum bílinn koma og ég hljóp inn, sótti hjálminn og stillti mér upp. Markmiðið var einfaldlega að gleðja fólk og reyna að vera fyndinn,“ segir Óli og hlær. „Ég vona að það hafi tekist.“Reykvíkingar státa nú af götu sem kallast Svarthöfði.Vísir/ErnirSjá einnig: Eldhressir Íslendingar á Google Street ViewÍhaldssamir geta líka tekið í hugmyndina „Ég setti hana auðvitað inn þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og ég viðurkenni að ég bjóst við því að það myndi kannski hafa áhrif,“ útskýrir Óli Gneisti spurður um hvort hann hafi búist við því að tillagan yrði samþykkt. „En mér heyrist vera almenn gleði hjá fólki með þetta. Þeir sem eru íhaldssamari kannski hugsa um Sturlungu þar sem nafnið kemur náttúrulega fyrir, Svarthöfði Dufgusson. Þó að við mágur minn höfum vissulega verið að hugsa um Star Wars. Við erum svona lágmenningarlegir.“Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetViewÞá maldar blaðamaður í móinn enda eru kvikmyndirnar Star Wars taldar til klassíkera af mörgum kvikmyndaáhugamanninum. „Jú, jú,“ segir Óli og hlær. Dagur B. Eggertsson tilkynnti á Twitter í gær að götuheitinu Bratthöfði hefði verið breytt í Svarthöfða og því má segja að grín Óla og mágs hans hafi verið tekið alla leið. „Mér finnst að götuheiti eigi að vera sem fjölbreyttust og skemmtilegust. Auðvitað er oft gott að hafa þemu í þessu en það er líka gaman að fara út fyrir kassann. Ég heyrði einnig hugmyndina Anakinn, það gæti verið næst á dagskrá,“ segir Óli Gneisti.Í dag var nafni götunnar Bratthöfði breytt í Svarthöfði #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) August 26, 2015
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira