Lífið

Ingó gengur með gítarinn upp á Helgafell í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingó verður væntanlega í stuði í kvöld.
Ingó verður væntanlega í stuði í kvöld. vísir
Veðurguðinn Ingó ætlar ásamt fríðu föruneyti að ganga upp á Helgafell klukkan sjö í kvöld og taka nokkra slagara þegar upp er komið.

Þetta verður í annað skipti sem Ingó spilar á toppnum en fyrr í sumar spilaði hann á Úlfarsfelli við góðar undirtektir viðstaddra. Það eru NOVA og Ferðafélag unga fólksins sem standa fyrir göngunni og segir Aníta Brá Ingvadóttir, verkefnastjóri í markaðsdeild NOVA, að vonir standi til að sem flestir sláist í hópinn því gangan og gleðin sé góð fyrir bæði líkama og sál.

„Þetta var hrikalega skemmtilegt síðast og ég efast ekki um að það verður ekkert síðra í kvöld. Það er alltaf frábær tilfinning að komast á toppinn og fínt að geta sungið hástöfum og tjúttað aðeins þegar markmiðinu er náð“, segir hún.

Í Úlfarsfellsgöngunni voru ungir sem aldnir og hvetur Aníta áhugasama til að taka með börnin sín, systkini, foreldra, vini, vinnufélaga, kunningja og hreinlega bara alla þá sem hafa gagn og gaman af göngu og gleði. „Það skemmir ekki fyrir að það á að vera hlýtt í kvöld svo það er á hreinu að þetta verður eitthvað“, segir Aníta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×