Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 21:25 Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden. Vísir/Getty Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi. Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi.
Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57