Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 21:25 Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden. Vísir/Getty Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi. Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi.
Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57