Morgunvaktin gaf 43 laxa í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2015 19:14 Þessi flotti hængur veiddist í Laxá í Dölum í morgun og var sleppt að lokinni myndatöku Mynd: Hreggnasi FB Laxá í Dölum er að eiga aldeilis frábæran sprett seinnipartinn í ágúst og veiðin í morgun segir allt um það. Laxá í Dölum var líklega ein af þeim ám sem kom verst út úr árinu í fyrra en er að eiga að sama skapi einhvern besta viðsnúning sem hægt er að óska sér. Sem dæmi um þetta skilaði bara morgunvaktin í dag 43 löxum á land en heildarveiðin úr ánni í fyrra nam ekki nema 216 löxum. Heildarveiðin í síðustu viku þegar vikulegar tölur frá Landssamabandi Veiðifélaga voru gerðar ljósar var 609 laxar og ennþá er meira en mánuður eftir af veiðitímanum en veitt er til 30 september í ánni. Meðalveiðin í Laxá á árunum 1974 til 2008 er 1027 laxar en mest var veiðin 1988 eins og svo víða á vesturlandi en þá veiddust 2385 laxar í ánni. Það er því nóg eftir af veiðitímanum og þegar vikulegu tölurnar eru skoðaðar sést að takturinn í ánni er um það bil tveimur vikum á eftir áætlun svo ef þetta heldur áfram verður áinn líklega komin yfir 1000 laxa um fyrstu viku í september. Nokkuð af stórlaxi er farinn að veiðast enda er þetta tími stóru hængana en innan um aflann má þó líka sjá að mestu bjartan og fallegan lax sem hefur ekki verið lengi í ánni. Ennþá er einhver lax að ganga svo þeir sem eiga daga þarna á næstunni eru klárlega á leiðinni í skemmtilega veiði. Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Laxá í Dölum er að eiga aldeilis frábæran sprett seinnipartinn í ágúst og veiðin í morgun segir allt um það. Laxá í Dölum var líklega ein af þeim ám sem kom verst út úr árinu í fyrra en er að eiga að sama skapi einhvern besta viðsnúning sem hægt er að óska sér. Sem dæmi um þetta skilaði bara morgunvaktin í dag 43 löxum á land en heildarveiðin úr ánni í fyrra nam ekki nema 216 löxum. Heildarveiðin í síðustu viku þegar vikulegar tölur frá Landssamabandi Veiðifélaga voru gerðar ljósar var 609 laxar og ennþá er meira en mánuður eftir af veiðitímanum en veitt er til 30 september í ánni. Meðalveiðin í Laxá á árunum 1974 til 2008 er 1027 laxar en mest var veiðin 1988 eins og svo víða á vesturlandi en þá veiddust 2385 laxar í ánni. Það er því nóg eftir af veiðitímanum og þegar vikulegu tölurnar eru skoðaðar sést að takturinn í ánni er um það bil tveimur vikum á eftir áætlun svo ef þetta heldur áfram verður áinn líklega komin yfir 1000 laxa um fyrstu viku í september. Nokkuð af stórlaxi er farinn að veiðast enda er þetta tími stóru hængana en innan um aflann má þó líka sjá að mestu bjartan og fallegan lax sem hefur ekki verið lengi í ánni. Ennþá er einhver lax að ganga svo þeir sem eiga daga þarna á næstunni eru klárlega á leiðinni í skemmtilega veiði.
Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði