Lífið

Þegar Jennifer Aniston og Matthew Perry spreyttu sig á Windows 95

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið er 20 ára gamalt.
Myndbandið er 20 ára gamalt. vísir
Windows 95 stýrikerfið varð tuttugu ára í gær og var um einskonar flaggskip hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft að ræða þegar það kom úr árið 1995.

Í kynningarstarfinu á sínum tíma var öllu til tjaldað og meðal annars voru þau Matthew Perry og Jennifer Aniston fengin til að taka þátt í kynningarmyndbandi fyrir kerfið.

Á þeim tíma voru þau að slá í gegn í gamanþáttunum Friends sem áttu heldur betur eftir að setja svip sinn á gamanþáttargerð.

Perry fór með hlutverk Chandler og Aniston lék Rachel. Hér að neðan má sjá þetta einstaka myndband þar sem leikararnir fara á kostum þegar þau fengu að prufukeyra Windows 95 í fyrsta sinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.