Lífið

Þessi leikarar urðu að ofurhetjum - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Pratt var einu sinni með bumbu.
Chris Pratt var einu sinni með bumbu. myndir/yahoo-movies
Leikarar þurfa oft að breyta líkamlegu atgervi sínu gríðarlega fyrir hlutverk. Stundum þurfa þeir að létta sig, jafnvel bæta á sig töluvert mörgum kílóum en hér að neðan má sjá hvernig nokkrir leikarar gjörbreyttu útliti sínu fyrir hlutverk frá teiknimyndasögufyrirtækinu Marvel.

Chris Pratt - Guardians of the Galaxy

Varð að breyta 27 kg. af fitu í hreinan vöðvamassa fyrir hlutverkið í myndinni Guardians of the Galaxy.

Chris Pratt
Chris Hemsworth – Avengers, Rush og Thor 2

Þegar hann var búinn að massa sig upp fyrir Avengers, varð hann strax að missa 14 kg. á fjórum mánuðum fyrir Rush og bæta síðan strax massanum á sig aftur fyrir hlutverk í myndinni Thor 2.

Chris Hemsworth
Chris Evans - Avengers

„Þetta voru ekki venjulegar æfingar í ræktinni, ég ældi ítrekað. Þetta var rosalegt, alveg rosalegt,“ segir Evans um tímann fyrir Avengers myndina.

Chris Evans
Hugh Jackman - The Wolverine

Æfði í fimm mánuði fyrir sitt hlutverk í The Wolverine árið 2013, en þá var hann ný kominn úr hlutverki sínu í Les Misérables. Því breyttist hann mikið milli hlutverka.  

Hugh Jackman
Aaron Taylor-Johnson – Avengers: Age of Ultron

Lék horaða ofurhetju í Kick-Ass en mætti nokkrum kg. á sig fyrir Age of Ultron.

Aaron Taylor-Johnson
Robert Downey Jr. - Iron Man

Æfði gríðarlega mikið fyrir myndirnar og notaðist við fræga ævingaraðferð úr smiðju Bruce Lee sem kallast Wing Chun. Hann bætti á sig tólf kg. af massa og borðaði 5000 kaloríur á dag. 

Robert Downey Jr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×