Lífið

Nýtt myndband frá Milkywhale:„Verkefnið vatt eiginlega bara upp á sig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið þykir nokkuð skemmtilegt.
Myndbandið þykir nokkuð skemmtilegt.
„Lagið Birds of Paradise er hluti af verki sem verður sýnt á Reykjavik Dance Festival núna á miðvikudag og fimmtudag í Tjarnarbíói og heitir Milkywhale. Ég og Árni Rúnar Hlöðversson erum búin að vinna saman átta popplög og búa til tónleika og danssýningu utan um þau,” segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir sem vinnur að verkefninu ásamt Árna Rúnari sem margir þekkja úr hljómsveitinni FM Belfast.

Vísir frumsýnir í dag glænýtt myndband með Milkywhale og það við lagið Birds of Paradise.

„Milkywhale verkefnið vatt eiginlega bara upp á sig og varð líka að tónlistarprojekti. Við vorum með tónleika á eins árs afmæli Húrra um daginn og komum svo fram á Innipúkanum,“ segir Melkorka.

„Í myndbandinu kem ég fram með tvífara mínum, afgan hundi og við dönsum saman. Afganinn er fæddur dansari og hefur ótrúlega fallegar hreyfingar, í ætt við tignarlegt brokk,“ segir Melkorka en Magnús Leifsson leikstýrir myndbandinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×