Lífið

Bubbi ætlar að taka Gísla Pálma með sér á Hraunið

Stefán Árni Pálsson skrifar
MYNDir/FRÍMANN KJERÚLF BJÖRNSSON/valli
Bubbi Morthens hefur boðið rapparanum Gísla Pálma með sér á Litla-Hraunið næsta aðfangadag en Bubbi hefur í áraraðir haldið tónleika fyrir fanga á Litla-Hrauni og það við góðar undirtektir.  

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Bubba í morgun en GP hefur verið á milli tannanna á fólki eftir tónleika hans á Arnarhóli á Menningarnótt.

Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld og bárust nokkra kvartanir inn á stofnunina eftir tónleikana. Það var mat sumra að Gísli Pálmi hafi blótað of mikið á sviðinu.

Ólafur Páll Gunnarsson, tónlistarstjóri Rásar 2, kom Gísla  Pálma til varnar á Vísis í gær.

Sjá einnig:Óli Palli: „Gamall frasi segir ef mamma þín fílar það þá er eitthvað að“

Bubbi segist hafa hlustað á Gísla Pálma á Menningarnótt sem hafi verið flottur og menningarlegur. Hann segist hafa kynnst honum í sumar og væri um algjöran ljúfling að ræða, með smá „attitjúd“.

Hlustaði á GP rappa á arnahól menningar nótt hann er menning flottur fanst mér hann hef kynnst honum örlítíð í sumar þ...

Posted by Bubbi Morthens on 24. ágúst 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×