Davis Love sigraði óvænt á Wyndham - Tiger klúðraði lokahringnum 23. ágúst 2015 23:38 Love með verðlaunagripinn. Getty Bandaríski reynsluboltinn, Davis Love, sigraði á Wyndham meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hannn sigrar á mótinu. Fyrir hringinn var Love fjórum höggum á eftir efsta manni en hann lék á 64 höggum eða sex undir pari og endaði á 17 höggum undir pari samtals.Jason Gore sem var með forystuna fyrir lokahringinn þurfti að sætta sig við annað sætið á 16 undir en hann lék fjórða hring á aðeins einu höggi undir pari. Augu allra voru á Tiger Woods fyrir lokahringinn en hann var í öðru sæti, tveimur á eftir efsta manni. Til þess að lengja keppnistímabilið sitt þurfti Tiger helst á sigri að halda í kvöld en eftir rólega byrjun á fyrri níu holunum og hræðilegan þrefaldan skolla á 11. holu voru möguleikar hans úr sögunni. Tiger verður því ekki með á Barclays mótinu um næstu helgi sem er það fyrsta í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar en hann getur þó verið sáttur með frammistöðuna um helgina sem lofar góðu fyrir næsta tímabil sem hefst formlega í október. Fyrir sigurinn fékk Davis Love rúmlega 120 milljónir króna í verðlaunafé en þetta er 21. sigur þessa farsæla kylfings á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríski reynsluboltinn, Davis Love, sigraði á Wyndham meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hannn sigrar á mótinu. Fyrir hringinn var Love fjórum höggum á eftir efsta manni en hann lék á 64 höggum eða sex undir pari og endaði á 17 höggum undir pari samtals.Jason Gore sem var með forystuna fyrir lokahringinn þurfti að sætta sig við annað sætið á 16 undir en hann lék fjórða hring á aðeins einu höggi undir pari. Augu allra voru á Tiger Woods fyrir lokahringinn en hann var í öðru sæti, tveimur á eftir efsta manni. Til þess að lengja keppnistímabilið sitt þurfti Tiger helst á sigri að halda í kvöld en eftir rólega byrjun á fyrri níu holunum og hræðilegan þrefaldan skolla á 11. holu voru möguleikar hans úr sögunni. Tiger verður því ekki með á Barclays mótinu um næstu helgi sem er það fyrsta í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar en hann getur þó verið sáttur með frammistöðuna um helgina sem lofar góðu fyrir næsta tímabil sem hefst formlega í október. Fyrir sigurinn fékk Davis Love rúmlega 120 milljónir króna í verðlaunafé en þetta er 21. sigur þessa farsæla kylfings á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira