Lífið

Foo Fighters "rickrolluðu“ meðlimi Westboro baptista kirkjunnar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það er óhætt að segja að Foo Fighters séu ekki í uppáhaldi hjá Westboro baptista kirkjunni.
Það er óhætt að segja að Foo Fighters séu ekki í uppáhaldi hjá Westboro baptista kirkjunni.
Á föstudag hélt hljómsveitin Foo Fighters tónleika í Kansas, Missouri. Í borginni Topeka, í Kansas-ríki skammt frá Kansas City, hefur Westboro baptista kirkjan aðsetur sitt. Söfnuðurinn er þekktur fyrir hinn hvimleiða vana að mótmæla öllu sem hægt er að mótmæla og var að sjálfsögðu mættur til að mótmæla sveitinni. Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, hafði hins vegar undirbúið andsvar.

Er sveitin kom að tónleikastaðnum höfðu meðlimir safnaðarins komið sér fyrir við innganginn með sín venjubundnu skilti og gerðu hróp að sveitinni er hún nálgaðist á pallbíl. Spiluðu þeir meðal annars lagið American Idiot með hljómsveitinni Green Day.

Ekki er hægt að segja annað en að svarið hafi verið snilldarlegt því meðlimir „rickrolluðu“ mótmælendur með því að spila hið klassíska lag Never Gonna Give You Up með Rick Ashley við mikinn fögnuð viðstaddra. Myndband af því má sjá hér að neðan.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Foo Fighters svara meðlimum kirkjunnar en síðast er þeir spiluðu í nágrenni Topeka kom sveitin sér fyrir á vörubíl og spiluðu lag sem kallast Keep it Clean. Myndband af því má einnig sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×