Erindið sem allir eru að tala um Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. ágúst 2015 09:00 Rapparinn Kött Grá Pjé. Vísir/AntonBrink Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.Þessi vél, braah, drepur fa-fa-fashana „Þjóðlagasöngvarinn Woody Guthrie var með skrifað á gítarinn sinn „This machine kills Facists“. Hann var svalur gaur. Ég er í raun að snúa línunni á hvolf. Að veiða fasana er breskt yfirstéttasport. Með þessu er ég að sýna að ég er einhver miðstéttarplebbi, er ekki að drepa neina fasista.“Born knúsah, click-clack, a-Hamas gaman „Ég held áfram með að sýna fram á hvað ég er linur gaur. DMX gerði lag sem heitir Born Loser. Ég er „born knúser“, er mikill knúsari.“ Trippy shit, sjittí tripp, tæmið vasana „Þessi lína segir sig svolítið sjálf kannski. Ég er voðalega upptekinn af allskonar skynvillum og beisiklí „trippí shitti“. „Tæmið vasana“ þýðir svo að fólk eigi að gefa mér peninga“.Illuminational, stal Mein Kampf og las hana „Ég er rosa upptekinn af dulspeki og allskonar svona leyniklúbbum og skringilegheitum. Á sama tíma er ég alveg rosalega „andnationalískur“. Þannig að ég er eiginlega meira „illuminational“, sem er vísun í Illuminati, sem er kannski orðin klisja í rappi...en fokk it.“Hönnu Birnu í lögguna, tvær stjörnur, ó, Megasana „Þarna er ég í rauninni bara aðeins að hnýta. Ég skrifaði textann um það leyti sem Hanna Birna var í fjölmiðlum útaf sínu vandræðabrölti. Vinkona hennar var þarna orðinn lögreglustjóri. Ég er í rauninni að velta því upp af hverju við förum ekki bara alla leið og setjum Hönnu Birnu í lögguna. Síðan eru „tvær stjörnur“ vísun í að lögreglumenn eru stundum með stjörnur og „Megasana“ vísar til þess að Megas gaf út lagið Tvær stjörnur og svo er þarna líka einhver líking að „gasa“ eins og löggur eiga til að gera.“Thugs með æxli kasta kossum „Þetta er kveðja til vinar. Hann veit hver hann er.“Ónónó no pasarán „Þetta er voðalega beisik. Þarna er ég að herma eftir Blaz Roca...auðvitað er þetta vísun til heróps kommúnista.“Síðan skín sól, forsendur breytast „Þarna er afstaðan til herópsins og andófsins búin að breytast. Og þetta heldur áfram í næstu línu.“Brecht segir fakkitt, hann er farinn að þreytast „Þýski rithöfundurinn og leikstjórinn Berthold Brecht var frábær listamaður. Hann trúði mikið á að listin ætti að hafa áhrif til að skpa betra samfélag. En þarna segir hann „fuck it“ og er orðinn þreyttur.“AK, click-clack, kjötið er eitrað „Mér finnst þetta í raun bara töff; að segja AK og Click Clack. Gott að henda þessu í rapp og gefur vissa stemningu. En þetta er líka vísun í heimabæinn [Akueyri]. Þetta er með kjötið er tengt því sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði um toxoplasmann.“Þú elskar þig svo heitt en ég skal elska þig heitar „Þetta í raun „beisik“ ástarjátning. Í raun ekkert mál með það en svo fær hún einhverja þýðingu í næstu línu.“Vil elska þig jafn heitt og Boko Haram „Þetta er „spekúlasjón“. Við á Vesturlöndum erum orðin svo værukær. Þeir sem eru ástríðufyllstir nú eru íslamistar. Þessi værukæri ljóðmælandi fílar ekkert Boko Haram en hann áttar sig á að þeir eiga rosalegar „passjónir“. Þetta er auðvitað svolítið ögrandi.“Ayahuasca, drekkum kókó saman „Ayahuasca er Suður-amerísk ofskynunjunarjurt sem er blandað í te og fólk notar til að komast í samband við andaheiminn. Hún er sögð opna fyrir æðri skynjun.“Ey, yo, prestur, séra minn „Þarna er ég í raun bara að spyrja prestinn, sem tengist því að vera góður borgari, góður strákur. Ekki meira á bakvið þetta en það.“Er synd að sjóða Hattarann í te og gera hérann minn? „Þetta er vísun í Lísu í Undralandi. Hattarinn stóð fyrir teboðinu endalausa. Hérinn var með honum í því. Þetta er aftur vísun að losna út úr hversdagsleikanum og hrista upp í sjálfum sér. Að drekka hattarann með ástinni sinni.“Meyr eins og leir, heitt-heitt, verð keramik „Þetta er „braggadocio“ lína [sem eru þekktar í rappi og snúast um einskonar sjálfshyllingu innsk blaðamaðnns]. Í erindinu hef ég sagst vera linur, eiginlega eins og leir. En þegar það hitnar í kolunum verð ég harður eins og keramik.“Eyeliner og nefhringur og fikta við að skera mig „Þessi lína er vísun í þá sem finnast þeir fara á skjön við samfélagið. Oft eru það svona Goth-týpur sem skera sig. Til að finna eitthvað...til að finna eitthvað til sín.“Kærleiksbirnir hryllir við og muthafuckas fela sig „Í þessari línu eru kærleiksbirnirnir ógeðslega værukærir labbakútar. Þeir hafa auðvitað ógeð af öllu sem er á skjön við þeirra sýn á lífið. Og þá fara hinir í felur.“Xenomorph, bitch, vantar eitthvað til að kela við „Þetta er Sci-fi vísun. Ég er mikill áhugamaður um vísindaskáldskap. Xenomorph er geimskrímslið í Alien myndunum og Riple, sem Sigourney Weaver leikur, kallar Xenomorph „Bitch“.“Rómans, sviðin blóm, króm og muthafucking hveralykt „Held áfram með rómantískar stellingar. Hveralykt, með öðrum orðum brennisteinslykt er gjarnan tengd við helvíti.“Guillotin og gapastokk og muthafucking þéranir „Þessi lína vísar í hreinsanir í samfélaginu. „Muthafucking þéranir“ vísar til formlegaheita.Æ er emósjonal mahr en-a...Kannski eruða bara muthafucking sterarnir „Þarna er ég að gera svolítið grín af því að áður í erindinu hafði ég talaði um rómans og tilfinningar. Margir eru að sprauta sig með sterum í dag og kannski er það vegna þess að ég er „emósjonal“ í laginu. Kannski er það þess vegna sem ég er í skapsveiflum.“Mellurnar klæðast faldbúningum pent - En ímamarnir ölaðir bera sig „Þetta er athugasemd um hræsni í samfélaginu og vísar til „slut shaming“ og feðraveldisins. Ég hef alveg flíkað því að ég er mikill femínisti. Þarna sný ég öllu á hvolf. Faldbúningurinn er helgimynd fyrir Íslendinga. Fjallkonan er táknmynd alls sem er gott og hreint. Að kalla konur mellur er vísun í stöðu þeirra í samfélaginu en þær klæðast faldbúningum. Á meðan eru ímamarnir að „eip-shitta“ út um allt.“Ísafold vill líka hold, hún er mold - Og hvað skyldi það muhfucking gera til? „Konur hafa þarfir. Ísafold er þessi gamla ímynd um landið sem móður. Hún verður helg kona. Eiginlega jómfrú. En fuck it - konan er bara kona og hefur þarfir eins og aðrir og það er bara sjálfsagt mál.“Svaggandi fagg, þetta er rétt en ó - Sett upp á grettonum fannstann-a vera svik „Þarna er ég að tala um mig í þriðju persónu. Ég er að segja að þegar ég reyni að „púlla“ eitthvað „swag“ þá er það algjörlega „fóní“, því ég er mjög ósvalur náungi. Alveg súper ósvalur“. Tónlist Tengdar fréttir Myndir: Úlfur Úlfur fögnuðu nýrri plötu og myndbandi Eftn var til frumsýningar- og útgáfuteitis á Lofti hosteli á miðvikudaginn í tilefni af útgáfu plötunnar Tvær plánetur og frumsýningar myndbands við lagið Brennum allt. 12. júní 2015 10:30 Á vissum tímapunkti frussurigndi hundaslefi Igor, JR og Gucci vöktu athygli í nýju tónlistarmyndbandi Úlfs Úlfs við lagið Brennum allt. Þar má sjá þá á rúntinum í blæjubíl með rapparanum Kött Grá Pje. 13. júní 2015 08:00 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.Þessi vél, braah, drepur fa-fa-fashana „Þjóðlagasöngvarinn Woody Guthrie var með skrifað á gítarinn sinn „This machine kills Facists“. Hann var svalur gaur. Ég er í raun að snúa línunni á hvolf. Að veiða fasana er breskt yfirstéttasport. Með þessu er ég að sýna að ég er einhver miðstéttarplebbi, er ekki að drepa neina fasista.“Born knúsah, click-clack, a-Hamas gaman „Ég held áfram með að sýna fram á hvað ég er linur gaur. DMX gerði lag sem heitir Born Loser. Ég er „born knúser“, er mikill knúsari.“ Trippy shit, sjittí tripp, tæmið vasana „Þessi lína segir sig svolítið sjálf kannski. Ég er voðalega upptekinn af allskonar skynvillum og beisiklí „trippí shitti“. „Tæmið vasana“ þýðir svo að fólk eigi að gefa mér peninga“.Illuminational, stal Mein Kampf og las hana „Ég er rosa upptekinn af dulspeki og allskonar svona leyniklúbbum og skringilegheitum. Á sama tíma er ég alveg rosalega „andnationalískur“. Þannig að ég er eiginlega meira „illuminational“, sem er vísun í Illuminati, sem er kannski orðin klisja í rappi...en fokk it.“Hönnu Birnu í lögguna, tvær stjörnur, ó, Megasana „Þarna er ég í rauninni bara aðeins að hnýta. Ég skrifaði textann um það leyti sem Hanna Birna var í fjölmiðlum útaf sínu vandræðabrölti. Vinkona hennar var þarna orðinn lögreglustjóri. Ég er í rauninni að velta því upp af hverju við förum ekki bara alla leið og setjum Hönnu Birnu í lögguna. Síðan eru „tvær stjörnur“ vísun í að lögreglumenn eru stundum með stjörnur og „Megasana“ vísar til þess að Megas gaf út lagið Tvær stjörnur og svo er þarna líka einhver líking að „gasa“ eins og löggur eiga til að gera.“Thugs með æxli kasta kossum „Þetta er kveðja til vinar. Hann veit hver hann er.“Ónónó no pasarán „Þetta er voðalega beisik. Þarna er ég að herma eftir Blaz Roca...auðvitað er þetta vísun til heróps kommúnista.“Síðan skín sól, forsendur breytast „Þarna er afstaðan til herópsins og andófsins búin að breytast. Og þetta heldur áfram í næstu línu.“Brecht segir fakkitt, hann er farinn að þreytast „Þýski rithöfundurinn og leikstjórinn Berthold Brecht var frábær listamaður. Hann trúði mikið á að listin ætti að hafa áhrif til að skpa betra samfélag. En þarna segir hann „fuck it“ og er orðinn þreyttur.“AK, click-clack, kjötið er eitrað „Mér finnst þetta í raun bara töff; að segja AK og Click Clack. Gott að henda þessu í rapp og gefur vissa stemningu. En þetta er líka vísun í heimabæinn [Akueyri]. Þetta er með kjötið er tengt því sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði um toxoplasmann.“Þú elskar þig svo heitt en ég skal elska þig heitar „Þetta í raun „beisik“ ástarjátning. Í raun ekkert mál með það en svo fær hún einhverja þýðingu í næstu línu.“Vil elska þig jafn heitt og Boko Haram „Þetta er „spekúlasjón“. Við á Vesturlöndum erum orðin svo værukær. Þeir sem eru ástríðufyllstir nú eru íslamistar. Þessi værukæri ljóðmælandi fílar ekkert Boko Haram en hann áttar sig á að þeir eiga rosalegar „passjónir“. Þetta er auðvitað svolítið ögrandi.“Ayahuasca, drekkum kókó saman „Ayahuasca er Suður-amerísk ofskynunjunarjurt sem er blandað í te og fólk notar til að komast í samband við andaheiminn. Hún er sögð opna fyrir æðri skynjun.“Ey, yo, prestur, séra minn „Þarna er ég í raun bara að spyrja prestinn, sem tengist því að vera góður borgari, góður strákur. Ekki meira á bakvið þetta en það.“Er synd að sjóða Hattarann í te og gera hérann minn? „Þetta er vísun í Lísu í Undralandi. Hattarinn stóð fyrir teboðinu endalausa. Hérinn var með honum í því. Þetta er aftur vísun að losna út úr hversdagsleikanum og hrista upp í sjálfum sér. Að drekka hattarann með ástinni sinni.“Meyr eins og leir, heitt-heitt, verð keramik „Þetta er „braggadocio“ lína [sem eru þekktar í rappi og snúast um einskonar sjálfshyllingu innsk blaðamaðnns]. Í erindinu hef ég sagst vera linur, eiginlega eins og leir. En þegar það hitnar í kolunum verð ég harður eins og keramik.“Eyeliner og nefhringur og fikta við að skera mig „Þessi lína er vísun í þá sem finnast þeir fara á skjön við samfélagið. Oft eru það svona Goth-týpur sem skera sig. Til að finna eitthvað...til að finna eitthvað til sín.“Kærleiksbirnir hryllir við og muthafuckas fela sig „Í þessari línu eru kærleiksbirnirnir ógeðslega værukærir labbakútar. Þeir hafa auðvitað ógeð af öllu sem er á skjön við þeirra sýn á lífið. Og þá fara hinir í felur.“Xenomorph, bitch, vantar eitthvað til að kela við „Þetta er Sci-fi vísun. Ég er mikill áhugamaður um vísindaskáldskap. Xenomorph er geimskrímslið í Alien myndunum og Riple, sem Sigourney Weaver leikur, kallar Xenomorph „Bitch“.“Rómans, sviðin blóm, króm og muthafucking hveralykt „Held áfram með rómantískar stellingar. Hveralykt, með öðrum orðum brennisteinslykt er gjarnan tengd við helvíti.“Guillotin og gapastokk og muthafucking þéranir „Þessi lína vísar í hreinsanir í samfélaginu. „Muthafucking þéranir“ vísar til formlegaheita.Æ er emósjonal mahr en-a...Kannski eruða bara muthafucking sterarnir „Þarna er ég að gera svolítið grín af því að áður í erindinu hafði ég talaði um rómans og tilfinningar. Margir eru að sprauta sig með sterum í dag og kannski er það vegna þess að ég er „emósjonal“ í laginu. Kannski er það þess vegna sem ég er í skapsveiflum.“Mellurnar klæðast faldbúningum pent - En ímamarnir ölaðir bera sig „Þetta er athugasemd um hræsni í samfélaginu og vísar til „slut shaming“ og feðraveldisins. Ég hef alveg flíkað því að ég er mikill femínisti. Þarna sný ég öllu á hvolf. Faldbúningurinn er helgimynd fyrir Íslendinga. Fjallkonan er táknmynd alls sem er gott og hreint. Að kalla konur mellur er vísun í stöðu þeirra í samfélaginu en þær klæðast faldbúningum. Á meðan eru ímamarnir að „eip-shitta“ út um allt.“Ísafold vill líka hold, hún er mold - Og hvað skyldi það muhfucking gera til? „Konur hafa þarfir. Ísafold er þessi gamla ímynd um landið sem móður. Hún verður helg kona. Eiginlega jómfrú. En fuck it - konan er bara kona og hefur þarfir eins og aðrir og það er bara sjálfsagt mál.“Svaggandi fagg, þetta er rétt en ó - Sett upp á grettonum fannstann-a vera svik „Þarna er ég að tala um mig í þriðju persónu. Ég er að segja að þegar ég reyni að „púlla“ eitthvað „swag“ þá er það algjörlega „fóní“, því ég er mjög ósvalur náungi. Alveg súper ósvalur“.
Tónlist Tengdar fréttir Myndir: Úlfur Úlfur fögnuðu nýrri plötu og myndbandi Eftn var til frumsýningar- og útgáfuteitis á Lofti hosteli á miðvikudaginn í tilefni af útgáfu plötunnar Tvær plánetur og frumsýningar myndbands við lagið Brennum allt. 12. júní 2015 10:30 Á vissum tímapunkti frussurigndi hundaslefi Igor, JR og Gucci vöktu athygli í nýju tónlistarmyndbandi Úlfs Úlfs við lagið Brennum allt. Þar má sjá þá á rúntinum í blæjubíl með rapparanum Kött Grá Pje. 13. júní 2015 08:00 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Myndir: Úlfur Úlfur fögnuðu nýrri plötu og myndbandi Eftn var til frumsýningar- og útgáfuteitis á Lofti hosteli á miðvikudaginn í tilefni af útgáfu plötunnar Tvær plánetur og frumsýningar myndbands við lagið Brennum allt. 12. júní 2015 10:30
Á vissum tímapunkti frussurigndi hundaslefi Igor, JR og Gucci vöktu athygli í nýju tónlistarmyndbandi Úlfs Úlfs við lagið Brennum allt. Þar má sjá þá á rúntinum í blæjubíl með rapparanum Kött Grá Pje. 13. júní 2015 08:00