Lífið

Bein útsending: Stórtónleikar Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er heldur betur stuð í Hljómskálagarðinum þar sem stórtónleikar Bylgjunnar fara fram. Fjölmargir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram.

Tónleikarnir hófust klukkan 18:30 og munu standa til tæplega 23 í kvöld. Meðal þeirra sem fram koma eru Júníus Meyvant, Milljónamæringarnir ásamt Bogomil Font og Bjarna Ara, Dikta, StopWaitGo ásamt Maríiu Ólafs, Friðrik Dór og Glowie.

Páll Óskar lýkur stórtónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Palli ætler að tjalda öllu til og verður með 4 dulúðlega dansara á sviðinu, ljósashow og sprengjur.

Tónleikana má sjá í spilaranum hér að ofan.

Uppfært klukkan 23:00

Tónleikunum lauk stundarfjórðungi fyrir klukkan 23 svo miðbæjargestir hefðu tíma til þess að koma sér vel fyrir í aðdraganda flugeldasýningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×