Lífið

Bein útsending: Latabæjarhátíðin í Hljómskálagarðinum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Reikna má með þúsundum barna í Hljómskálagarðinn á morgun að loknu Latabæjarhlaupinu. Sýnt verður beint frá skemmtuninni fyrir börnin á Vísi þar sem góðkunningjar barnanna úr Latabæ verða í banastuði. Börn í öðrum landshlutum eða þau sem eiga ekki heimangengt ættu því að geta fylgst með því sem fram fer heima í stofu.

Latabæjarlaupinu lýkur í Hljómskálagarðinum þar sem við tekur skemmtidagskrá klukkan 14. Sýnt verður beint frá henni á sjónvarpsstöðinni Bravó og Vísi. Reiknað er með því að útsendingin standi yfir í tæpa klukkustund en hana má sjá hér að ofan.

Bylgjan lofar svo flottasta garðpartýi ársins fyrir alla fjölskylduna í Hljómskálagarðinum klukkan 16. Fjölmargir íslenskir listamenn koma fram auk þess sem boðið verður upp á grillmat og gosdrykki klukkan 17 í boði Ali og Coke á meðan birgðir endast.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×