Lífið

Jennifer Lawrence er launahæsta leikkona heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikkonan Jennifer Lawrence er sjálfsagt einna best þekkt fyrir hlutverk sitt í Hunger Games-myndunum.
Leikkonan Jennifer Lawrence er sjálfsagt einna best þekkt fyrir hlutverk sitt í Hunger Games-myndunum. Vísir/Getty
Jennifer Lawrence er launahæsta leikkonan í heiminum í dag en hún hefur þénað 52 milljónir dollara á síðastliðnu ári.

Það samsvarar því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna. Lawrence vann Óskarinn árið 2013 fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Playbook.

Hún er aftur á móti með mun lægri árstekjur en launahæsti leikari heimsins, Robert Downey Jr. Hann þénar 80 milljónir dollara á ári eða tíu milljarða.

Lawrence komast upp á stjörnusviðið fyrir hlutverk sín í myndunum Hunger Games. Hér að neðan má sjá topp tíu listann yfir launahæstu leikkonur heimsins í dag:



1) Jennifer Lawrence: $52 milljónir dollara

2) Scarlett Johansson: $35 milljónir dollara

3) Melissa McCarthy: $23 milljónir dollara

4) Fan Bingbing: $21 milljónir dollara

5) Jennifer Aniston: $16 milljónir dollara

6) Julia Roberts: $16 milljónir dollara

7) Angelina Jolie: $15 milljónir dollara

8) Reese Witherspoon: $15 milljónir dollara

9) Anne Hathaway: $12 milljónir dollara

10) Kristen Stewart: $12 milljónir dollara






Fleiri fréttir

Sjá meira


×