Hlaupið um göturnar nanna árnadóttir skrifar 24. ágúst 2015 11:00 Vísir/Getty Hvert sem ég lít þessa dagana sé ég fólk úti að hlaupa. Mér finnst það stórkostlegt og það er fátt sem toppar tilfinninguna sem maður fær eftir gott hlaup. Lungun fyllast af fersku lofti, blóðflæðið í líkamanum er í fullum gangi og vellíðunartilfinning leikur um líkamann, þó svo að hlaupið hafi verið alveg drulluerfitt. Maður er alltaf ánægður með að hafa farið út og látið slag standa.Það geta flestir hlaupið Hlaup er líkamsrækt sem nánast hver sem er getur stundað, hafi maður heilsu til. Hlaupin eru svo til ókeypis, maður þarf einungis að eiga góða skó og þá eru manni allir vegir færir. Maður getur hlaupið hvar sem er og hvenær sem er og maður getur byrjað hvenær sem er. Þó svo að maður sé kominn yfir fimmtugt þýðir það ekkert að maður geti ekki byrjað að hlaupa. Maður þarf bara að byrja rólega, passa sig að fara sér ekki of hratt og vera þolinmóður, þá kemur þetta. Ég held að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að svo margir kjósa hlaupin sem líkamsrækt, og er það engin furða.Uppskeruhátíð hins almenna hlaupara Mér finnst frábært að sjá hversu margir taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári og alltaf bætist í hópinn. Ungir sem aldnir eru með og njóta þess að hlaupa um götur borgarinnar með bros á vör. Ég tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti í fyrra og hljóp 10 kílómetra, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður og hafði aðeins stefnt að frá því um byrjun sumars. Mér fannst allt við þetta markmið mitt erfitt. Mér fannst æfingarnar erfiðar, mér fannst oft erfitt að rífa mig af stað og fara að hlaupa og mér fannst sjálft keppnishlaupið erfitt. En aldrei hefði ég getað trúað því hversu skemmtilegt það var. Eftir hverja einustu æfingu var ég ánægð, ég var alltaf að bæta mig og mér leið vel í líkamanum. Sjálft hlaupið var líka eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Mannmergðin, gleðin og hvatningin sem maður fékk á leiðinni var mögnuð, og þá verð ég sérstaklega að hrósa mínum bæjarbúum á Seltjarnarnesi, vá hvað það var gaman að hlaupa niður Lindarbrautina! Það sem mér fannst þó standa upp úr var að hlaupa fram hjá Hringskonum þegar það var minna en kílómetri eftir og fá hvatningu frá þeim, en ég ákvað einmitt að styrkja Hringinn. Þvílík orkusprauta sem það var.Munið að njóta Margir taka þátt í hlaupinu með það að markmiði að ná einhverjum sérstökum tíma og er það að sjálfsögðu gott og vel. Það er þó aðeins eitt ráð sem ég hef fyrir ykkur sem eruð að taka þátt, og þá sérstaklega ykkur sem eruð að gera það í fyrsta skipti. Munið að njóta. Takið inn þessa vellíðunartilfinningu sem þið fáið þegar þið eruð alveg að nálgast markið og þegar þið eruð loksins búin með hlaupið. Ég get því miður ekki tekið þátt þetta árið vegna ýmissa líkamlegra kvilla og ég gæti farið að gráta við tilhugsunina. Ég skal þó hundur heita ef ég tek ekki þátt á næsta ári og er strax farin að hlakka til. Góða skemmtun! Heilsa Tengdar fréttir Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Þetta eru bara níu mánuðir Að koma barni inn í þennan blessaða heim getur verið flókið fyrirbæri og ekki á allra færi að taka því létt. Meðgangan er ekki einungis gleðitími því fylgikvillarnir geta oft á tíðum verið yfirsterkari hamingjunni. 17. júlí 2015 14:00 Ertu á leiðinni í sumarfrí? Þegar lagt er af stað í fríið getur það skipt sköpum fyrir hollustu og budduna að taka með sér nesti 3. júlí 2015 14:00 Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00 Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Sumar freistingar Engin ástæða er til þess að leggjast í kör og hætta að hreyfa sig í sumar. 2. júní 2015 14:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hvert sem ég lít þessa dagana sé ég fólk úti að hlaupa. Mér finnst það stórkostlegt og það er fátt sem toppar tilfinninguna sem maður fær eftir gott hlaup. Lungun fyllast af fersku lofti, blóðflæðið í líkamanum er í fullum gangi og vellíðunartilfinning leikur um líkamann, þó svo að hlaupið hafi verið alveg drulluerfitt. Maður er alltaf ánægður með að hafa farið út og látið slag standa.Það geta flestir hlaupið Hlaup er líkamsrækt sem nánast hver sem er getur stundað, hafi maður heilsu til. Hlaupin eru svo til ókeypis, maður þarf einungis að eiga góða skó og þá eru manni allir vegir færir. Maður getur hlaupið hvar sem er og hvenær sem er og maður getur byrjað hvenær sem er. Þó svo að maður sé kominn yfir fimmtugt þýðir það ekkert að maður geti ekki byrjað að hlaupa. Maður þarf bara að byrja rólega, passa sig að fara sér ekki of hratt og vera þolinmóður, þá kemur þetta. Ég held að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að svo margir kjósa hlaupin sem líkamsrækt, og er það engin furða.Uppskeruhátíð hins almenna hlaupara Mér finnst frábært að sjá hversu margir taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári og alltaf bætist í hópinn. Ungir sem aldnir eru með og njóta þess að hlaupa um götur borgarinnar með bros á vör. Ég tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti í fyrra og hljóp 10 kílómetra, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður og hafði aðeins stefnt að frá því um byrjun sumars. Mér fannst allt við þetta markmið mitt erfitt. Mér fannst æfingarnar erfiðar, mér fannst oft erfitt að rífa mig af stað og fara að hlaupa og mér fannst sjálft keppnishlaupið erfitt. En aldrei hefði ég getað trúað því hversu skemmtilegt það var. Eftir hverja einustu æfingu var ég ánægð, ég var alltaf að bæta mig og mér leið vel í líkamanum. Sjálft hlaupið var líka eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Mannmergðin, gleðin og hvatningin sem maður fékk á leiðinni var mögnuð, og þá verð ég sérstaklega að hrósa mínum bæjarbúum á Seltjarnarnesi, vá hvað það var gaman að hlaupa niður Lindarbrautina! Það sem mér fannst þó standa upp úr var að hlaupa fram hjá Hringskonum þegar það var minna en kílómetri eftir og fá hvatningu frá þeim, en ég ákvað einmitt að styrkja Hringinn. Þvílík orkusprauta sem það var.Munið að njóta Margir taka þátt í hlaupinu með það að markmiði að ná einhverjum sérstökum tíma og er það að sjálfsögðu gott og vel. Það er þó aðeins eitt ráð sem ég hef fyrir ykkur sem eruð að taka þátt, og þá sérstaklega ykkur sem eruð að gera það í fyrsta skipti. Munið að njóta. Takið inn þessa vellíðunartilfinningu sem þið fáið þegar þið eruð alveg að nálgast markið og þegar þið eruð loksins búin með hlaupið. Ég get því miður ekki tekið þátt þetta árið vegna ýmissa líkamlegra kvilla og ég gæti farið að gráta við tilhugsunina. Ég skal þó hundur heita ef ég tek ekki þátt á næsta ári og er strax farin að hlakka til. Góða skemmtun!
Heilsa Tengdar fréttir Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Þetta eru bara níu mánuðir Að koma barni inn í þennan blessaða heim getur verið flókið fyrirbæri og ekki á allra færi að taka því létt. Meðgangan er ekki einungis gleðitími því fylgikvillarnir geta oft á tíðum verið yfirsterkari hamingjunni. 17. júlí 2015 14:00 Ertu á leiðinni í sumarfrí? Þegar lagt er af stað í fríið getur það skipt sköpum fyrir hollustu og budduna að taka með sér nesti 3. júlí 2015 14:00 Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00 Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Sumar freistingar Engin ástæða er til þess að leggjast í kör og hætta að hreyfa sig í sumar. 2. júní 2015 14:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00
Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00
Þetta eru bara níu mánuðir Að koma barni inn í þennan blessaða heim getur verið flókið fyrirbæri og ekki á allra færi að taka því létt. Meðgangan er ekki einungis gleðitími því fylgikvillarnir geta oft á tíðum verið yfirsterkari hamingjunni. 17. júlí 2015 14:00
Ertu á leiðinni í sumarfrí? Þegar lagt er af stað í fríið getur það skipt sköpum fyrir hollustu og budduna að taka með sér nesti 3. júlí 2015 14:00
Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00
Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00
Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00
Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00
Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00
Sumar freistingar Engin ástæða er til þess að leggjast í kör og hætta að hreyfa sig í sumar. 2. júní 2015 14:00
Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30