Lífið

Glersundlaug í háloftinu mun tengja saman tvær byggingar í London

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta er vægast sagt ótrúlegt.
Þetta er vægast sagt ótrúlegt.
Íbúar í blokkunum Embassy Gardens í London munu í framtíðinni geta synt á milli húsa. Fyrirhugað er að reisa sundlaug úr gleri sem nær milli blokkanna, auk þess verður laugin á tíundu hæð.

Hönnuðir eru strax farnir að tala um fiskabúr upp á himnum og verður þetta fyrsta sundlaugin sem tengir tvær byggingar saman í heiminum.

Arup Associates sér um hönnunina en laugin verður 28 metrar á lengd og sex metrar á breidd. Glerið sem heldur þessu öllu saman verður tuttugu sentímetrar á breidd og laugin verður um 1.3 metra djúp.

Þessi loftlaug verður tilbúin árið 2018 og verður til afnota fyrir þá sem búa í byggingunum en íbúðirnar munu koma til með að kosta frá 130 milljónum og uppúr. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×