Lífið

Perrie Edwards í ástarsorg: Brotnaði niður í miðju lagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stelpurnar voru til staðar fyrir Perrie.
Stelpurnar voru til staðar fyrir Perrie. vísir/getty
Perrie Edwards, fyrrverandi kærasta, Zayn Malik brotnaði niður í miðju lagi þegar hljómsveit hennar Little Mix tók lagið The End í Bandaríkjunum í gær .

Zayn Malik hætti óvænt í hljómsveitinni One Direction fyrr á þessu ári einmitt til að eyða meiri tíma með unnustu sinni en samband þeirra lauk á dögunum.

Malik hefur nú skrifað undir hjá plötufyrirtækinu First Turn Artists. Perrie hætti í miðju lagi, brotnaði niður og hinar í hljómsveitinni tóku utan um hana og á hún greinilega um sárt að binda eftir sambandsslitin. Hljómsveitin er nú í Bandaríkjunum að kynna nýtt lag, Black Magic.

Aðdáendur Perrie standa greinilega þétt við bakið á henni ef marka má viðbrögðin á Twitter. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.