Lífið

Emmsjé Gauti og Salka Sól selja fötin sín á Prikinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg mynd sem fylgir viðburðinum á Facebook en glöggir sjá kannski eitthvað athugavert við andlit þeirra.
Skemmtileg mynd sem fylgir viðburðinum á Facebook en glöggir sjá kannski eitthvað athugavert við andlit þeirra.
„Ég og Salka þurfum að grafa okkur inn í íbúðirnar okkar því það er svo stappað af fötum þar,“ segir Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, sem stendur fyrir fatamarkaði ásamt útvarps- og sjónvarpskonunni Sölku Sól Eyfeld klukkan fimm á Prikinu í dag.

Gauti segist kannski vera ýkja aðeins þegar hann segir að íbúðirnar séu troðfullar en það eru fataskáparnir í það minnsta.

„Ég hef lengi ætlað að selja eitthvað af fötunum mínum, ég hef ekkert að gera við fimmtán gallabuxur og 50 stuttermaboli. Við tókum spjall um þetta og við deildum þessu vandamáli. Við erum með allskonar dót, vonandi finnur fólk eitthvað sniðugt en annars erum við líka bara til í að hitta vini í slúður og eina fimmu.“

Fatamarkaðurinn stendur yfir frá fimm til átta í kvöld og mun Logi Pedro síðan sjá um tónlistina fram eftir kvöldi.

Ég og Salka ætlum að selja brækur á morgun. Kíkið við og gefið okkur fimmu og fáið ykkur bjór eða bara malt.

Posted by Gauti Þeyr on 19. ágúst 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×